fbpx
Pressan

Segir Morgunblaðið styðja Donald Trump og stefnu hans – Hefur tekið sér stöðu við hlið Fox News

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 06:37

Í grein í Morgunblaðinu í dag lýsir Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, yfir undrun sinni á vaxandi stuðningi Morgunblaðsins við Donald Trump Bandaríkjaforseta og stefnu ríkisstjórnar hans en þessi stuðningur hefur að sögn Einars birst í Reykjavíkurbréfum blaðsins að undanförnu. Reykjavíkurbréfin eru ekki birt undir nafni þeirra sem þau skrifa en ætla má að Davíð Oddsson, ritstjóri, sé oft höfundur þeirra.

Einar segir það með ólíkindum að Morgunblaðið hafi tekið upp hanskann fyrir Trump á sama tíma og nær allir fjölmiðlar í hinum vestræna heimi gagnrýni þá stefnu sem hann rekur.

„Þannig stillir Morgunblaðið sér upp við hlið Fox fréttaveitunnar (Fox News), en fagmennska hennar hefur oft verið dregin í efa og hún er sem stendur langt hægra megin við nánast alla aðra fréttamiðla hins vestræna heims. Það væri að æra óstöðugan að nefna öll öfugmæli, rangfærslur og hatur sem Trump forseti hefur dreift út síðan hann tók við forsetaembætti. Samkvæmt könnun Washington Post nýlega fór hann með ósannindi u.þ.b. 8 sinnum á dag! Hann hefur dregið Bandaríkin út úr Parísarsamningnum á sama tíma og önnur ríki keppast við að vinna gegn geigvænlegum áhrifum loftslagsbreytinga. Eitt af því versta sem hann og hans stjórn hafa gert nýlega er að skilja að foreldra og börn við landamæri Bandaríkjanna og setja börnin í búr!“

Segir Einar og bætir við:

„Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 4. ágúst, kom fram augljós stuðningur við Trump, t.d. í eftirfarandi orðum: „Robert Mueller var skipaður sem sérstakur saksóknari til að rannsaka meint samsæri Trumps og Pútíns í aðdraganda forsetakosninga, án þess að nokkurt tilefni hafi verið tilgrein.“ Að auki: „Furðumál gegn Flynn herforingja hefur ekki þokast neitt, en hann gafst upp á að standa í vörnum fyrir sig þegar hann sá að það stefndi í gjaldþrot hans og fjölskyldunnar innan fárra vikna.“ Enn heldur bréfritari Morgunblaðsins áfram: „Saksóknararnir ákváðu að ákæra Rússa fyrir peningaþvott vegna þeirrar fjárhæðar. Rússland ætlaði sér með öðrum orðum að fremja hermdarverk á bandarískum kosningum og veittu til þeirrar atlögu upphæð sem svarar til tíu milljóna íslenskra króna. Það hljómar sem svipuð upphæð og sú sem var sögð hafa verið notuð til að hafa áhrif á kosningar til stjórnar Neytendasamtakanna!““

Einar segir nokkuð ljóst að höfundur Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins sé á bandi Trump og félaga hans og láti að því liggja að um falsfréttir sé að ræða þegar hann gerir lítið úr ásökunum bandarískra yfirvalda um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningar þar í landi. Hann lýkur síðan grein sinni með eftirfarandi orðum:

„Spurningin er hvað í málflutningi og verkum Trump fær bréfritara Reykjavíkurbréfa Morgunblaðins til að veita honum slíkan stuðning sem hann hvorki fær hjá upplýstu fólki í Bandaríkjunum né hinum vestræna heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa