fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Hversu oft skiptir þú á rúminu þínu? Sefur þú í bakteríu- og sveppagarði?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. ágúst 2018 15:00

Skyldi hún hafa notað 4-7-8 aðferðina?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eyðum meira en þriðjungi lífsins í rúminu. Flestir eru með lak á því og nota sæng og kodda og setja koddaver og sængurver utan um. En hversu oft skiptir þú um lak, koddaver og sængurver? Hversu oft á að skipta á rúminu og þvo lök og kodda- og sængurver?

Ef sængurfötin eru ekki þvegin nógu oft þá verður rúmið fljótlega að einhverskonar bakteríu- og sveppagarði. Þetta segir Philip Tierno, örverufræðingur við New York háskóla. Örverurnar geta valdið veikindum hjá okkur því er nauðsynlegt að skipta reglulega um sængurfatnað.

Business Insider skýrir frá þessu. Þar kemur fram að Tierno segi að það þurfi að skipta á rúmunum einu sinni í viku. Niðurstöður rannsóknar frá 2017 styðja þetta en þær voru birtar í The Journal of Allergy and Clinical Immunology.

Mörg þúsund bandarísk heimili voru rannsökuð og var niðurstaðan að á rúmlega 90 prósent þeirra voru að minnsta kosti þrír ofnæmisvaldar. Þessir ofnæmisvaldar geta leynst í sængurfatnaði, þar sem nef og munnur fólks er nærri, og getur valdið nefrennsli og hnerrum. Tierno segir að fólk geti fengið ofnæmisviðbrögð þótt það sé ekki með ofnæmi.

Á einu ári myndar meðalmaðurinn um 100 lítra af svita á meðan hann liggur í rúminu. Þetta skapar kjöraðstæður fyrir örverur enda er heitt undir sængum og rakt. Á koddum geta allt að 16 sveppategundir komið sér fyrir og þrifist ágætlega.

En það er meira en bara sviti sem fer af okkur í rúmið og má þar nefna munnvatn og útferð frá endaþarmi. Allt getur þetta haft áhrif á heilsufar fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“