fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Þess vegna á ekki að sitja með krosslagða fætur

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 18. ágúst 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig er staðsetning fóta þinna núna? Situr þú kannski við skrifborð í vinnunni, ert í strætisvagni á leið heim eða jafnvel kominn heim? Ef svo er þá eru góðar líkur á að þú sitjir með krosslagða fætur en það er líklegast ekki mjög gott fyrir líkamann.

Að sitja með krosslagða fætur getur valdið því að taugar klemmist, æðahnútar geta myndast og einbeitingarerfiðleikar geta gert vart við sig. Þetta kemur fram í umfjöllun Jótlandspóstsins. Þar er haft eftir Jakob Hansen, sjúkraþjálfara, að það sé í sjálfu sér ekki vandamál að fólk sitji með krosslagða fætur heldur geti vandinn tengst því hversu oft fólk gerir það, hversu lengi og hversu einhliða. Það skipti máli hvort það sé alltaf sami fóturinn sem er lagður yfir hinn og hversu lengi þetta er gert hverju sinni.

Í umfjöllun Jótlandspóstsins kemur fram að þegar fólk situr með krosslagða fætur þá sitji það oft í afslappaðri stellingu en venulega og sígi því frekar niður í sætinu. Þá snúist mjaðmagrindin og aukið álag verði á líkamann. Með þessu aukist hættan á að taugar klemmist.

Það að sitja með krosslagða fætur og sú afslappaða stelling sem því fylgir veldur því að fólk á erfiðara með að anda því það hniprast saman og þá verður erfitt að ná góðum andardrætti niður í magann. Andardrátturinn skiptir miklu máli því heilinn og miðtaugakerfið hafa þörf fyrir eldsneyti og ef fólk venur sig á að sitja þannig að það nær andanum ekki nægilega vel þá hefur það áhrif, til dæmis á einbeitingu og heilastarfsemi.

Flestir eiga sér sinn uppáhalds fótlegg og hafa því tilhneigingu til að setja hann yfir hinn fótleginn. Þá er hætt við að fólk sitji í sömu stellingunni mjög lengi. Sjúkraþjálfarar, sem Jótlandspósturinn ræddi við, sögðu að fólk eigi því að breyta oft um stellingar.

Að sitja með krosslagða fætur getur einnig aukið hættuna á bólgum í fótum því það hefur neikvæð áhrif á blóðrásina.

Slæm blóðrás getur einnig aukið líkurnar á að fá æðahnúta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum
Pressan
Í gær

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi
Pressan
Í gær

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað
Pressan
Í gær

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill lyfjaskortur í Noregi

Mikill lyfjaskortur í Noregi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum