fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 05:37

Teikning af konunni. Mynd:Lögreglan í Bartow sýslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku fann starfsmaður á sorphaugum í Georgíuríki í Bandaríkjunum hluta af konulíki í ruslapoka. Pokinn rifnaði þegar hann tók hann upp og líkhlutarnir duttu út. Við frekari rannsókn fundust fleiri pokar með líkamshlutum konunnar. Lögreglan segist þess fullviss að konan hafi verið myrt á hrottalegan hátt.

Ekki er enn vitað hvar konan var myrt eða hver hún er. Um er að ræða hvíta konu á aldrinum 18 til 35 ára að sögn New York Post. Þar er þó um ágiskun lögreglunnar að ræða. Konan var á milli 160 og 170 sm á hæð og um 68 kíló. Hár hennar var brúnt eða rauðleitt segir í umfjöllun FOX 5.

Líkið hafði verið hlutað í marga parta og þeir síðan settir í nokkra ruslapoka sem voru síðan settir í ruslagám.

Clark Millisap, lögreglustjóri í Bartow sýslu, sagði í samtali við Atlanta Journal-Constitution að hann hafi starfað innan lögreglunnar í 35 ár en hafi aldrei séð neitt þessu líkt. Morðaðferðin og það að líkið hafi verið sundurhlutað geri málið enn hryllilegra. Hann sagði að dánarorsökin væri hrottalegt morð.

Teikning af húðflúrinu sem var á bringu konunnar. Mynd: Lögreglan í Bartow sýslu

Lögreglan hefur birt teikningu af hvernig talið er að konan hafi litið út. Á annarri teikningu er húðflúr, sem var á bringu hennar, sýnt. Lögreglan veit ekki hvenær konan var myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“