fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

„Mamma, ef eitthvað kemur fyrir mig vil ég gefa líffærin úr mér“ – Sex börn nutu góðs af ákvörðun Emblu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 06:43

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars sátu mæðgurnar Linda og Embla og ræddu eitt og annað. Af einhverjum orsökum barst talið að líffæragjöfum. Embla hafði sterkar skoðanir á þeim þrátt fyrir að vera aðeins 10 ára.

„Mamma, ef eitthvað kemur fyrir mig vil ég gefa líffærin úr mér,“ sagði hún við móður sína.

„Við áttum gott samtal en ég hélt að þetta myndi aldrei gerast. Það átti jú ekkert að koma fyrir Emblu. Svona hugsar maður.“

Sagði móðir hennar Linda Strandqvist í samtali við Aftonbladet.

En þann 11. júlí gjörbreyttist allt. Þá voru Linda og Embla á leið frá Helsingborg til Ystad ásamt systur Emblu, Edith sex ára, í heimsókn til foreldra Lindu. Dagurinn lofaði góðu, veðrið var gott og systurnar á leið í heimsókn til afa og ömmu sem þær héldu mikið upp á.

Á E4 hraðbrautinni lentu mæðgurnar í árekstri við flutningabíl, rétt utan við Helsingborg. Volvo fjölskyldunnar valt og gjöreyðilagðist. Edith slapp með kúlu á enninu og skurð á litla fingri. En Linda og Embla slösuðust meira og voru strax lagðar inn á gjörgæsludeild. Linda var meðvitundarlaus í fyrstu en kom fljótlega til meðvitundar. Þá skýrðu læknar foreldrunum frá að Embla væri heiladauð og ekki væri hægt að bjarga lífi hennar.

Foreldar Emblu virtu ósk hennar um að gefa líffæri sín og fengu sex börn líffæri úr henni og lifa áfram með þau.

Embla var jarðsett þann 8. ágúst frá kirkjunni í Pålsjö nærri Helsingborg. Fullt var út úr dyrum eða um 200 manns. Skólafélagar Emblu, ættingjar, vinir og félagar hennar úr fimleikafélaginu voru til staðar. Foreldrar hennar höfðu beðið fólk um að koma ekki með blóm og leggja frekar andvirði þeirra í sjóð sem þau hafa stofnað til minningar um Emblu. Nú hafa safnast sem nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna í sjóðinn.

Eftir nokkra mánuði fara foreldrar Emblu á sjúkrahúsið í Helsingborg til að fá upplýsingar um hvernig börnunum, sem fengu líffæri úr Emblu, vegnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða