fbpx
Pressan

Rafmagnið fór af heilum bæ – Starfsmenn rafmagnsveitunnar trúðu ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 07:49

Það vakti mikla undrun á fimmtudag í síðustu viku þegar rafmagnið fór af stórum hluta bæjarins Herretslev við Nysted á Sjálandi í Danmörku. Ekki var að sjá að neitt hefði komið fyrir raflínurnar sem liggja til bæjarins. Starfsmenn rafmagnsveitunnar voru að sjálfsögðu sendir til bæjarins til að kanna málið og finna bilunina.

Þegar þeir skoðuðu rafmagnskassa í einni götu bæjarins sáu þeir að ótrúlega mikið af rafmagni fór í gegnum þennan kassa í hús í nágrenninu. Starfsmenn rafmagnsveitunnar renndi strax í grun að eitthvað ólöglegt væri í gangi í húsinu og var lögreglan því kölluð til.

Og viti menn, í húsinu fannst umfangsmikil kannabisræktun. Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir í húsinu en þeir eru grunaðir um framleiðslu á fíkniefnum og þjófnað á rafmagni en ræktun á kannabis krefst mikils rafmagns.

Þegar lögreglan hafði lokið við að ganga frá uppskerunni stóðu eftir um 50 kg af hassi. Tvímenningarnir voru síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa