fbpx
Pressan

Auðmaður ræðst harkalega á Donald Trump og segir hann brjóta lög daglega – „Spilltasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 18:00

Tom Steyer. Mynd:Wikimedia Commons

Tom Steyer er bandarískur auðjöfur og aðalmaðurinn á bak við herferðina „Need to impeach“ (þörf fyrir ríkisrétt) en hann er mjög ósáttur við Donald Trump forseta og segir hann brjóta lög daglega. Steyer vill mjög gjarnan að Trump verði dreginn fyrir ríkisrétt og sviptur embætti.

„Ef maður horfir til baka og hugsar um það þá er hann spilltasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Hann brýtur lög daglega, hann er hættulegur og hann svífst einskis.“

Sagði Steyer nýlega í samtali við BuzzFeed News. Það sem hann á við er að Trumt taki við greiðslum frá erlendum stjórnvöldum því embættismenn frá Sádi-Arabíu, Tyrklandi, Kúveit og Filippseyjum hafi gist á hótelum í eigum Trump í Washington D.C. þegar þeir sækja viðburði í borignni.

„Stjórnarskráin segir að forsetinn megi ekki taka við greiðslum frá erlendum stjórnvöldum – af augljósum ástæðum. Þú getur ekki sem forseti tekið við peningum frá erlendri ríkisstjórn því það getur þýtt að maður geri kannski það sem er gott fyrir erlendu ríkisstjórnina í stað þess að gera það sem er gott yfir bandarískan almenning. Hann gerir þetta daglega.“

Sagði Steyer. Hann er sjálfur milljarðamæringur og umhverfisverndarsinni auk þess að vera stuðningsmaður demókrataflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa