fbpx
Pressan

Braut kynferðislega gegn sofandi flugfarþega – Eiginkona hans sat við hliðina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 11:13

35 ára karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn sofandi konu um borð í flugvél á leið frá Las Vegas til Detroit í Bandaríkjunum í byrjun árs. Fórnarlambið, 22 ára kona, sagði fyrir dómi að hún hafi sofið með höfuðið upp við gluggann. Hún fann síðan að hönd var sett inn undir nærbuxur hennar og síðan var hneppt frá skyrtu hennar. Síðan braut maðurinn gegn henni kynferðislega.

Maðurinn hætti þegar konan vaknaði. Fórnarlambið hafði strax samband við áhöfn flugvélarinnar og skýrði frá hvað hafði gerst segir í umfjöllun CNN um málið.

Lögreglan beið á flugvellinum þegar vélin lenti og var maðurinn handtekinn. Hann segist hafa verið í „djúpum svefni“ þegar þetta gerðist því hann hafi tekið svefnlyf áður. Hann sagði að fórnarlambið hafi sofnað í fangi hans og að hann viti ekki með vissu hvar hann lagði lófann.

Í yfirheyrslum hjá alríkislögreglunni sagði maðurinn að hann „gæti hafa“ opnað brjóstahaldara konunnar og tekið á brjóstum hennar utanklæða. Hann gaf einnig í skyn að hann hafi rennt rennilásnum á buxum hennar niður og hafi sett fingur að kynfærum hennar.

Hinu meginn við manninn sat eiginkona hans. Hún sagði fyrir dómi að maðurinn tæki venjulega verkjalyf, Tylenol, og það hafi verið það sem hann tók í flugvélinni.

Eins og fyrr segir var maðurinn sakfelldur fyrir brotið og mun dómari ákveða refsingu hans síðar en hann á allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Hversu þungur sem dómurinn verður þá verður manninum vísað úr landi að afplánun lokinni en hann er indverskur ríkisborgari en hefur verið með atvinnuleyfi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Pressan
Í gær

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi
Pressan
Í gær

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar