fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Lögreglan stóð að því er virtist frammi fyrir óleysanlegu máli – Síðan birti hún mynd á netinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 07:20

Umrætt plaststykki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið svart plaststykki. Það var það eina sem lögreglan hafði af sönnunargögnum í hræðilegu máli þar sem ekið var á 66 ára reiðhjólamann sunnan við Seattle í Bandaríkjunum. Reiðhjólamaðurinn lést í slysinu en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi. Engin vitni voru að slysinu.

Lögreglan vildi þó ekki gefast upp og birti mynd af plaststykkinu á Twitter og óskaði eftir upplýsingum ef einhver gæti sagt til um hvaða bíltegund hafi komið við sögu í slysinu. Þetta reyndist vera góð hugmynd.

Málið barst inn á Reddit þar sem notendur ræddu það fram og til baka og spáðu í málið. Það var síðan notandinn u/JeffsNuts sem gat sagt meira um plaststykkið en bak við þetta notendanafn er fyrrum bílaskoðunarmaður frá Maryland. Hann hafði árum saman unnið við að skoða framljós á bílum. Hann kannaðist við U-laga hak á plaststykkinu. Hann sagðist kannast við þetta því í hakinu sæti oft skrúfa sem er notuð við ljósastillingar á gömlum pallbílum.

Twitterfærsla lögreglunnar.

Hann lagðist í frekari rannsóknir og fann varahlut sem passaði við stykkið sem lögreglan var með. Þetta var stykki úr Chevrolet pallbíl, árgerðum 1985 til 1988. Þetta var vísbending sem gagnaðist lögreglunni. Í stað þess að leita bara að svörtum bíl var farið að leita að pallbíl. Í síðustu viku barst lögreglunni ábending um pallbíl sem passaði við lýsinguna.

Þarna reyndist vera um Chevrolet K10 pallbíl, árgerð 1986, að ræða og var hann skemmdur að framan. Tjónið reyndist vera eftir ákeyrsluna á reiðhjólamanninn.

The News Tribune segir að ökumaðurinn hafi í fyrstu haldið því fram að hann hafi ekið á dádýr en játaði síðan að hafa ekið á reiðhjólamanninn. Ökumaðurinn var á leið að sækja vin sinn en sofnaði undir stýri og ók á hjólreiðamanninn. Samkvæmt málsgögnum hafði ökumaðurinn aðeins sofið í fjórar klukkustundir áður en slysið átti sér stað. Hann hafði þó talið í lagi að aka eftir að hafa fengið sér orkudrykk.

Bíllinn sem kom við sögu í málinu.

Þegar hann ók á reiðhjólamanninn hélt hann að hann hefði ekið á póstkassa en þegar hann steig út úr bílnum og sá eyðilagt reiðhjólið fylltist hann örvæntingu og flúði af vettvangi því hann „vildi ekki sjá mannslík“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?