fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

58 prósent dæmdra í nauðgunarmálum í Svíþjóð eru fæddir erlendis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

58 prósent þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir nauðgun í Svíþjóð á undanförnum fimm árum eru fæddir utan landsins. Þetta eru niðurstöður samantektar sem Sænska ríkisútvarpið (SVT) gerði. Það voru fréttamenn fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning sem könnuðu bakgrunn 843 karla sem höfðu verið sakfelldir í nauðgunarmálum á síðustu fimm árum. Í öllum málunum var um nauðgun eða tilraun til nauðgunar að ræða.

Annað sem kom í ljós við samantekt málanna var að margir gerendanna voru undir áhrifum eiturlyfja og áfengis þegar þeir gripu til ofbeldis, þeir eru almennt með litla menntun og rúmlega þriðji hver hafði hlotið dóm áður fyrir önnur afbrot.

Niðurstöðurnar voru birtar í gær, 18 dögum áður en Svíar ganga að kjörborðinu og kjósa til þings. Stjórnendur Uppdrag Granskning segjast hafa ákveðið að birta niðurstöðurnar nú þar sem umræðan um nauðganir og þjóðerni gerenda hafi fram að þessu farið fram án þess að miklar staðreyndir lægju fyrir.

Hópnauðganir hafa verið mikið í umræðunni í Svíþjóð og í tengslum við þau mál hefur verið rætt um uppruna gerendanna og hvort það hafi áhrif á þá ef þeir koma frá löndum þar sem önnur sýn er á kvenfrelsi og kynfrelsi en er í Svíþjóð. Rannsóknir benda til að menn, fæddir utan Svíþjóðar, séu mjög áberandi í tölfræðinni yfir afbrot í Svíþjóð en ekki hafa verið gerðar um ástæður þess.

Í niðurstöðum samantektar Uppdrag Granskning kemur fram að 58 prósent þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir nauðganir eða tilraunir til nauðgunar á síðust fimm árum eru fæddir utan Svíþjóðar.

Ef aðeins er litið á mál þar sem gerandi og fórnarlamb þekktust ekki er hlutfall útlendinga enn hærra eða tæplega áttatíu prósent. 40 prósent þeirra höfðu verið í Svíþjóð í eitt ár eða skemur þegar þeir brutu af sér.

Rúmlega helmingur mannanna eru fæddir utan Evrópu eða 427 af 843. Tæplega 40 prósent eru fæddir í Miðausturlöndum eða Afríku.

Ungir Afganar standa upp úr í tölfræðinni en þeir eru 45 af heildinni. Þetta er mjög lítið hlutfall Afgana, sem búa í Svíþjóð, en af dæmdum nauðgurum eru Afganir næststærsti hópurinn á eftir Svíum.

Innflytjendamál, afbrot og löggæsla brenna þungt á sænskum kjósendum og því er ekki ólíklegt að niðurstaða samantektar Uppdrag Granskning muni hleypa enn frekara lífi í kosningabaráttuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir