fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Embættismaður í Hvíta húsinu viðrar hugmyndir um að setja Trump af

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 05:10

Konungurinn Trump á forsíðu Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn í efstu lögum starfsmanna Hvíta hússins og þar með starfsmenn ríkisstjórnar Donald Trump hafa svo miklar áhyggjur af „óútreiknanleika“ og „siðleysi“ forsetans að þeir vinna hörðum höndum að því að grafa undan forsetanum. Þetta kemur fram í grein eftir háttsettan embættismann ríkisstjórnarinnar sem The New York Times birti í gær.

Ritstjórn blaðsins tekur fram að það sé mjög óvenjulegt að birta nafnlausar greinar sem þessa en að þessu sinni sé það gert til að vernda greinarhöfund því hann eigi á hættu að missa starf sitt. Ritstjórnin veit hver maðurinn er og birti því greinina. Höfundurinn er tilnefndur til starfa af Trump sjálfum og því ekki venjulegur opinber embættismaður.

„Vandinn, sem Trump skilur ekki alveg, er að margir háttsettir embættismenn í stjórn hans vinna hörðum höndum að því að grafa undan stefnu hans. Ég veit það, því ég er einn þeirra.“

Segir meðal annars í greininni. Embættismaðurinn lýsir síðan hvernig tvær stefnur ráða ríkjum í Hvíta húsinu. Trump segir eitt og starfsmenn hans geri meðvitað allt annað og reki þar með sína eigin stefnu. Greinarhöfundur segir einnig að meðal embættismanna og annarra samstarfsmanna Trump sé rætt um að virkja 25. grein viðauka stjórnarskrárinnar. Samkvæmt henni geta ráðherrar sett forsetann af ef hann er talinn óhæfur til að gegna embættisskyldum sínum. Í slíkum tilfellum tekur varaforsetinn við sem forseti. Greinarhöfundur segir að ástæða þessarar umræðu sé það „ójafnvægi“ sem forsetinn er í.

Trump brást ókvæða við á Twitter í gærkvöldi og skrifaði óvenjulega stutta færslu, aðeins eitt orð:

„Landráð?“

Tæpum tveimur klukkustundum síðar var hann mættur við lyklaborðið á nýjan leik og skrifaði:

„Er þessi svokallaði „háttsetti embættismaður“ til eða er hann uppspuni hins lélega New York Time sem hefur notað enn einn falskan heimildarmann?“

Sagði Trump og bætti við:

„Ef þessi huglausi og nafnlausi maður er til í raun og veru verður The Times (The New York Times, innskot blaðamanns) að upplýsa hver hann er strax vegna þjóðaröryggis!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“