fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Er vel undirbúin áætlun um að koma Donald Trump úr embætti hafin? Röð atburða undanfarna daga bendir til að svo sé

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar fyrir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ýmsan hátt. Samstarfsmenn hans og fyrrum lögmaður hafa hlotið dóma eða samið við saksóknara um að skýra frá vitneskju sinni um ýmislegt sem forsetinn hefur tekið sér fyrir hendur. Þar á meðal eru meint tengsl kosningaframboðs hans við Rússa og greiðslur hans til kvenna sem segjast hafa átt í ástarsambandi við hann. En getur hugsast að vel undirbúin tilraun til að koma honum úr embætti sé hafin?

CNN fjallar um málið í dag og segir að í Washington standi fólk nú og fylgist með upphafsatriði áætlunar um að koma kjörnum forseta landsins úr embætti. Líklegt má telja að opnunaratriðið sé í tvennu lagi. Það fyrra er grein eftir háttsettan embættismann í Hvíta húsinu sem birtist í The New York Times í gær eins og DV skýrði frá í morgun. Síðari hluti opnunaratriðisins er bók eftir rannsóknarblaðamanninn Bob Woodward sem kemur út á mánudaginn. Bókin, sem heitir Fear: Trump in the White House, fjallar um Trump og í henni er vitnað beint í orð náinna samstarfsmanna forsetans um hann. Hégómi, orðagljáfur, kúgun og fleiri neikvæð orð falla um Trump og stjórnunarhætti hans í bók Woodward.

Háttsettir embættismenn eru sagðir segja það sem utanaðkomandi hafa lengi sagt: Að forsetinn sé ekki aðeins óhæfur til að gegna þessu valdamesta embætti heims heldur sé hættuleg blanda af fáfræði og sjálfselsku, ómerkilegheitum, illsku og ófyrirleitni hans að stefna Bandaríkjunum og heiminum öllum í hættu.

CNN segir að þrátt fyrir allt gort Trump um sinn eigin árangur og hans eigin mynd af sjálfum sér sem sterkasta manni heims þá vilji „hinir fullorðnu“ koma því til skila til Bandaríkjamanna að „keisarinn sé klæðalaus“.

Í fyrrnefndri grein embættismannsins í The New York Times segir hann meðal annars:

„Rót vandans er siðblinda forsetans. Allir sem vinna með honum vita að hann er ekki bundinn af einhverjum greinilegum grundvallarreglum sem stýra ákvarðanatöku hans.“

Í greininni viðrar embættismaðurinn þá umræðu samstarfsmanna Trump að virkja 25. grein viðauka stjórnarskrárinnar til að koma Trump úr embætti.

CNN hefur eftir Michael Caputo, fyrrum starfsmanni framboðs Trump, að einhver háttsettur starfsmaður Trump sé að reyna að gera út af við forsetatíð hans.

CNN segir að erfitt sé að finna sambærilegt mál í stjórnmálasögu Vesturlanda. Mál þar sem leiðtoga hefur tekist að standast álíka atlögu því þau völd og ótti, sem þarf til að stjórna harðri hendi, geta auðveldlega gufað upp í lýðræðisríki, þvert á það sem er í einræðisríkjum. Bent er á að Trump hafi tekist að standast ótrúlegar atlögur fram að þessu, atlögur sem hefðu gert út af við aðra forseta en enginn forseti hafi þurft að standast jafn alvarlegar atlögur og hafa verið gerðar að honum nú í vikunni.

Bók Woodward markaði upphaf atlögunnar en hún virðist aðeins vera forsmekkurinn að því sem koma skal að mati CNN. Í bókinni er haft eftir embættismönnum Trump að þeir telji hann vera „fávita“ sem verði að vernda heiminn fyrir. Greinin í The New York Times í gær varpi ljósi á stjórn sem er í upplausn, forseta sem hefur farið af sporinu og þjóð sem rekur áfram án þess að hafa traustan leiðtoga við stjórnvölinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni