fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Í hár saman vegna 150 ára hárlufsu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur 150 ára hárlufsa verið til sýnis á National Army safninu í Lundúnum. Hárlufsan er af Tewodros II sem var keisari í Eþíópíu frá 1855 til 1868. Hann er þekktastur fyrir að hafa sameinað Eþíópíu í eitt ríki og reyndi að afnema lénsskipulagið í landinu en tókst það ekki að fullu. Þegar breskar hersveitir réðust inn í landið 1868 var hann harðákveðinn í að gefast ekki upp fyrir Bretum og kaus að skjóta sig frekar.

Bretar tóku fatnað hans og hárlufsu af höfði hans sem einhverskonar herfang. Ásamt mörgum hundruð öðrum munum var þetta flutt til Bretlands. En nú eru Bretar og Eþíópíumenn komnir í hár saman vegna hárlufsunnar. Eþíópíumenn vilja fá hana heim til að sameina hana líkamsleifum keisarans í Qwara í Eþíópíu. The Guardian skýrir frá þessu.

Hárlufsan hefur verið til sýnis á National Army safninu í Lundúnum árum saman en svo undarlega vildi til í apríl, þegar sendiherra Eþíópíu heimsótti safnið, að búið var að fjarlægja hana. Væntanlega vegna kröfu Eþíópíumanna um að fá hárlufsuna aftur heim.

The Guardian segir að nú sé verið að vinna skýrslu á vegum National Army safnsins um hugsanlegar lausnir á þessu máli og hver eigi rétt á hárlufsunni eftirsóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar
Fyrir 2 dögum

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu