fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Kennsla má ekki hefjast fyrr en klukkan 8.30 – Bætir námsárangur og líðan barna og ungmenna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn samþykkti Kaliforníuþing að skólar í ríkinu megi ekki hefjast fyrr en klukkan 8.30. Þetta nær þó ekki til háskólastigsins. Þetta er gert til að gera börnum og unglingum lífið auðveldara en margir eiga mjög erfitt með að fara á fætur svona snemma á morgnana.

Tillaga um þetta hafði áður verið lögð fram á þinginu en var þá felld. En nú hefur hún sem sagt verið samþykkt og börn og unglingar í Kaliforníu geta glaðst yfir að geta sofið aðeins lengur á morgnana. Á þinginu voru lögð fröm gögn sem sýna að börn, sem fá að sofa lengur á morgnana, eru heilbrigðari og eru líklegri til að ljúka námi. Einnig voru lagðar fram niðurstöður rannsókna sem sýna að unglingar, sem fá að sofa lengur, eru síður þunglyndir, glíma síður við kvíða og lenda auk þess sjaldnar í umferðaróhöppum.

Fox News hefur eftir Jay Obernolte, þingmanni, að þetta sé eitt besta úrræðið sem sé hægt að nota til að bæta námsárangur.

Skólar í ríkinu fá nú þrjú ár til að laga sig að lögunum en um 80 prósent skóla hefja kennslu fyrir klukkan 8.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni