fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Enn vindur peningaþvættismál Danske Bank upp á sig – Skoða færslur upp á 17.000 milljarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningaþvættismálið sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, er flæktur í vindur upp á sig með degi hverjum og stefnir hraðbyri í að verða eitt stærsta mál þessarar tegundar í heiminum. Nú hefur rannsókn málsins verið aukin að umfangi og snýr nú að færslum á allt að 960 milljörðum danskra króna í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015.

Það er Wall Street Journal sem skýrir frá þessu í dag og vísar í ónafngreinda heimildarmenn. 960 milljarðar danskra króna svarar til tæplega 17.000 milljarða íslenskra króna. Fyrr í vikunni var rætt um að upphæðin gæti numið allt að 192 milljörðum danskra króna en það svarar til um 3.300 milljarða íslenskra króna.

Wall Street Journal bendir á að ekki sé vitað hversu stór hluti af þessari upphæð tengist hugsanlega peningaþvætti en upphæðin bendi til að málið sé miklu stærra en upphaflega var talið.

Hlutabréf í Danske Bank hafa hríðfallið í verði í dag í kjölfar fréttar Wall Street Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“