fbpx
Pressan

Enn vindur peningaþvættismál Danske Bank upp á sig – Skoða færslur upp á 17.000 milljarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 17:00

Peningaþvættismálið sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, er flæktur í vindur upp á sig með degi hverjum og stefnir hraðbyri í að verða eitt stærsta mál þessarar tegundar í heiminum. Nú hefur rannsókn málsins verið aukin að umfangi og snýr nú að færslum á allt að 960 milljörðum danskra króna í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015.

Það er Wall Street Journal sem skýrir frá þessu í dag og vísar í ónafngreinda heimildarmenn. 960 milljarðar danskra króna svarar til tæplega 17.000 milljarða íslenskra króna. Fyrr í vikunni var rætt um að upphæðin gæti numið allt að 192 milljörðum danskra króna en það svarar til um 3.300 milljarða íslenskra króna.

Wall Street Journal bendir á að ekki sé vitað hversu stór hluti af þessari upphæð tengist hugsanlega peningaþvætti en upphæðin bendi til að málið sé miklu stærra en upphaflega var talið.

Hlutabréf í Danske Bank hafa hríðfallið í verði í dag í kjölfar fréttar Wall Street Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin