fbpx
Pressan

Er allt í háalofti í Hvíta húsinu? „Hann er fábjáni. Við erum í borg fábjánanna“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 07:26

Bókarkápa: Fear: Donald Trump in the White House

Stjórnleysi og klofningur setja mark sitt á Hvíta húsið þegar ráðgjafar Donald Trump, forseta, reyna að hafa hemil á skapi og duttlungum forsetans. Þetta kemur fram í nýrri bók Bob Woodward, Fear: Trump in the White House, sem kemur út í næstu viku. Það sama segir í nafnlausri grein eftir háttsettan embættismann í ríkisstjórn Trump sem The New York Times birti á miðvikudaginn. Þar lýsir greinarhöfundur markvissum aðgerðum og tilraunum samstarfsmanna forsetans til að halda aftur af fljótfærnislegum ákvörðunum hans.

Eins og DV skýrði frá í gær þykjast sumir sjá að það sé ekki tilviljun að bókin og greinin skella á Trump á sama tíma og að þetta sé upphafsatriðið í vel útfærðri áætlun um að koma honum frá völdum.

Það þarf varla að fjölyrða um að forsetatíð Trump hefur verið allt annað en laus við ringulreið en fréttir þessarar viku af forsetanum og stjórnarháttum hans hafa kynt enn frekar undir fréttum og sögum af stjórnleysinu sem virðist ríkja í Hvíta húsinu og þeirri miklu valdabaráttu sem þar fer fram.

Washington Post hefur birt útdrátt úr bók Woodward en hann er blaðamaður hjá blaðinu. Woodward er áhrifamikill og þekktur blaðamaður en það voru hann og Carl Bernstein sem afhjúpuðu Watergatehneykslið 1974 sem kostaði Richard Nixon, þáverandi forseta, embættið.

Í bókinni lýsir hann miklum klofningi í stjórn Trump og getuleysi hennar. Trump er sagður skipta stöðugt um skoðun og ráðgjafar hans reyna að halda aftur af honum með öllum tiltækum ráðum. Því er meðal annars lýst að Gary Cohn, fyrrum efnahagsráðgjafi Trump, hafi að minnsta kosti tvisvar fjarlægt skjöl af skrifborði Trump, meðal annars til að koma í veg fyrir að Trump segði upp mikilvægum viðskiptasamningi við Suður-Kóreu. Þá hefur Woodward ýmis misfögur ummæli um Trump eftir samstarfsfólki hans.

„Hann er fábjáni. Það þýðir ekkert að sannfæra hann um eitthvað. Hann er kominn út í skurð. Við erum í borg fábjánanna.“

Er John Kelly, starfsmannastjóri Trump, sagður hafa sagt. Kelly er ósáttur við þessi skrif og segir að bókin „sé enn ein ömurleg tilrauninn til að ata fólk, sem stendur Trump nærri, aur og beina athyglinni frá miklum árangri ríkisstjórnarinnar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“
Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos