fbpx
Pressan

Ótrúlegt en satt – Tveggja ára stúlka lifði fjögurra daga vist alein í skógi af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 06:05

Þann 27. ágúst var tveggja ára kínversk stúlka, Xiaojiao, úti að leika sér ásamt systkinum sínum í Rong í Guangxi. Skyndilega hvarf hún inn í skóginn en systkin hennar veittu því ekki sérstaka athygli. Þegar hún skilaði sér ekki í kvöldmat bað faðir hennar, Chen Qingran, ættingja um aðstoð við að leita að henni. Sú leit bar ekki árangur.

Honum láðist hins vegar að láta lögregluna vita af hvarfi stúlkunna og þar með glötuðust dýrmætar klukkustundir en fyrstu klukkustundirnar eftir hvarf fólks eru mjög mikilvægar þegar kemur að leit. Lögreglan fékk fyrst veður af hvarfi stúlkunnar um sólarhring síðar og blés þá strax til umfangsmikillar leitar. Um 700 manns, lögreglumenn og sjálfboðaliðar, leituðu næstu daga og voru hundar og drónar notaðir við leitina að sögn South China Morning Post.

En leitin bar engan árangur. Það var síðan þann 31. ágúst, fjórum dögum eftir hvarf hennar, að maður einn heyrði rödd berast úr runnum. Hann lét lögregluna vita og þegar hún kom á staðinn fundu lögreglumenn Ziaojiao inn í runnunum. Hún var strax flutt til læknis. Hún er nú sögð vera í fínu formi og það eina sem hafi hrjáð hana að einhverju ráði hafi verið mörg skordýrabit. Lögreglumennirnir segja það kraftaverk að hún hafi lifað þetta af alein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Pressan
Í gær

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi
Pressan
Í gær

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar