fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Ótrúlegt en satt – Tveggja ára stúlka lifði fjögurra daga vist alein í skógi af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 06:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. ágúst var tveggja ára kínversk stúlka, Xiaojiao, úti að leika sér ásamt systkinum sínum í Rong í Guangxi. Skyndilega hvarf hún inn í skóginn en systkin hennar veittu því ekki sérstaka athygli. Þegar hún skilaði sér ekki í kvöldmat bað faðir hennar, Chen Qingran, ættingja um aðstoð við að leita að henni. Sú leit bar ekki árangur.

Honum láðist hins vegar að láta lögregluna vita af hvarfi stúlkunna og þar með glötuðust dýrmætar klukkustundir en fyrstu klukkustundirnar eftir hvarf fólks eru mjög mikilvægar þegar kemur að leit. Lögreglan fékk fyrst veður af hvarfi stúlkunnar um sólarhring síðar og blés þá strax til umfangsmikillar leitar. Um 700 manns, lögreglumenn og sjálfboðaliðar, leituðu næstu daga og voru hundar og drónar notaðir við leitina að sögn South China Morning Post.

En leitin bar engan árangur. Það var síðan þann 31. ágúst, fjórum dögum eftir hvarf hennar, að maður einn heyrði rödd berast úr runnum. Hann lét lögregluna vita og þegar hún kom á staðinn fundu lögreglumenn Ziaojiao inn í runnunum. Hún var strax flutt til læknis. Hún er nú sögð vera í fínu formi og það eina sem hafi hrjáð hana að einhverju ráði hafi verið mörg skordýrabit. Lögreglumennirnir segja það kraftaverk að hún hafi lifað þetta af alein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“