fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Óttast að stríð brjótist út á Balkanskaga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir viðræður á milli stjórnvalda í Serbíu og Kósovó um að breyta landamærum ríkjanna. Samningurinn gengur út á að „skipta“ á landsvæðum við núverandi landamæri. Þannig verði sveitarfélög í Kósovó, þar sem margir Serbar búa, hluti af Serbíu og öfugt. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir þessi skipti. En þau falla ekki öllum jafn vel í geð og óttast margir sérfræðingar og stjórnvöld víða í Evrópu að þetta geti leitt til nýrra stríðsátaka á hinum eldfima Balkanskaga.

Christian Axboe Nielsen, sérfræðingur í málefnum Balkanskagans hjá Árósaháskóla, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að með því að breyta landamærunum vegna íbúasamsetningarinnar sé verið að endurtaka sumar þeirra ákvarðana sem komu stríðinu á Balkanskaga af stað á tíunda áratugnum. Hann sagði að í 20 ár hafi ESB staðið fast á að ekki eigi að breyta landamærum á Balkanskaganum vegna hættunnar á að það valdi stríði og hörmungum. Meginreglan hafi verið að fara eigi vel með minnihlutahópa í ríkjunum og forðast breytingar á landamærum. Nú styðji hins vegar ESB og Bandaríkin breytingar á landamærum til að hægt sé að búa til ríki sem eru einsleit hvað varðar íbúa og án minnihlutahópa. Þetta eru stór mistök að hans sögn.

Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrrum sérstakur sendimaður ESB á Balkanskaga, og tveir aðrir fyrrum sendimenn ESB á skaganum, hafa tjáð sig um málið og segja það mistök. Þetta verði misnotað af þjóðernissinnum til að krefjast enn frekari breytinga á landamærum og muni raska jafnvæginu í öðrum ríkjum.

Meðal þeirra hættu sem er talin á ferðum er að í kjölfarið muni Bosnía og Makedónía krefjast breytinga á landamærum sínum og það sama geti sjálfstæðissinnar í Úkraínu og á Spáni gert. Með því að styðja þessar breytingar eru ESB og Bandaríkin því að margra mati að skapa nýtt fordæmi sem aðrir geta nýtt sér til að styrkja kröfur sínar.

Yfirvöld í Þýskalandi, Bretlandi og Króatíu eru á móti breytingunum og í vikunni sagði forsætisráðherra Króatíu að breytingar á landamærunum þýði stríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“