fbpx
Pressan

Rússar á móti tillögu Tyrkja um vopnahlé – Fundað í Tehran

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 7. september 2018 15:09

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands hefur kallað eftir vopnahléi í átökum í héraðinu Idlib í norðaustur hluta Sýrlands. Eru rússneskar og sýrlenskar hersveitir að undirbúa sig undir árás á héraðið en talið er samkvæmt heimildum innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins að um 30.000 uppreisnarmenn séu í héraðinu. Einnig telja Sameinuðu þjóðirnar að verði af árás inn í héraðið er búist við gífurlegu mannfalli saklausra íbúa svæðisins. Leiðtogar Tyrklands, Írans og Rússlands sitja nú á fundi í Tehran til að ræða ástandið í Idlib.

Rússar hafa hins vegar sagst vera á móti vopnahléi á svæðinu ásamt því að Hassan Rouhani, leiðtogi Írans, segir að Sýrland verði að ná stjórn á svæðinu. Hafa Rússar gert loftárásir á svæðið undanfarna daga ásamt því að sýrlenski stjórnarherinn hefur verið að skjóta úr fallbyssum á svæðið undanfarnar vikur en hafa aukið þá skothríð síðustu daga. Tyrkir sendu skriðdrekadeild á svæðið fyrr í vikunni og eru ráðamenn í Ankara áhyggjufullir að mikill flóttamannastraumur verði ef átökin stigmagnist á svæðinu.

Átökin í Sýrlandi hafa nú þegar kostað yfir eina milljón manns lífið ásamt því að 11 milljón manna hafa þurft að flýja landið vegna átakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa