fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Twitter lokar fyrir fullt og allt á samsæriskenningasmiðinn og hægrimanninn Alex Jones

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 04:26

Alex Jones. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter hefur ákveðið að loka fyrir fullt og allt á hægrimanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones og vefsíðu hans Infowars. Jones er vægast sagt umdeildur í Bandaríkjunum en hann heldur því meðal annars fram að bandarísk stjórnvöld hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann hefur einnig haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook grunnskólanum 2012 hafi ekki átt sér stað og hafi verið sviðsett af yfirvöldum til að hafa ástæðu til að þrengja vopnalöggjöfina.

Ástæðan fyrir útilokun Jones er gróf hegðun hans á samfélagsmiðlinum. Jones hefur einnig verið útilokaður frá streymiþjónustunni Periscope. Jones birti myndband á heimasíðu Infowars út af þessu og sagði meðal annars:

„Það er búið að loka á mig. Ekki af því að við höfum logið heldur af því að við segjum sannleikann og af því að við erum óvinsæl.“

Jones stofnaði Infowars 1999 og hefur síðan byggt upp traustan hóp fylgjenda. Hann hefur þó mætt ákveðnu mótlæti undanfarið við að koma boðskap sínum á framfæri því miðlar á borð við Facebook, YouTube, Spotify og Apple hafa fjarlægt efni frá honum. Þetta hefur auki þrýstinginn á Twitter að gera hið sama og nú hefur miðillinn látið undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“