fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Japanir hefja tilraunir með lyftu út í geiminn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. september 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt, flókið og dýrt að skjóta geimflaugum á loft auk þess sem mikil mengun fylgir geimskotum. Eitt af því sem hefur stundum verið nefnt til sögunnar sem hugsanleg lausn á þessu er að byggja lyftu frá jörðinni út fyrir gufuhvolfið. Þetta hljómar eiginlega brjálæðislega og virðist helst eiga heima í vísindaskálsögu. En vísindamenn taka þetta alvarlega og nú eru japanskir vísindamenn að hefja tilraunir með slíka lyftu.

Á þriðjudaginn ætla vísindamenn við verkfræðideild Shizuoka háskólans að skjóta litlu líkani af geimlyftu á braut um jörðina. Þetta eru tveir litlir teningslaga kubbar, hver hlið er 10 sm, sem eru tengdir með 10 metra stálkapli. Vélknúinn kassi mun fara eftir kaplinum á milli kubbanna. Fylgst verður með þessu öllum með myndavélum. Þetta er í fyrsta sinn sem tilraunir verða gerðar á hreyfingum lyftu í geimnum. Sciencealert.com skýrir frá þessu.

Verkfræðingar hafa látið sig dreyma um geimlyftur í rúmlega 100 ár eða síðan rússneski vísindamaðurinn Konstantin Tsiolkovsky fékk þessa hugmynd 1895 þegar hann leit Eiffel turninn augum. Hugmyndin hefur margoft verið notuð í vísindaskáldskap síðan en nú er hún hugsanlega að færast yfir í raunveruleikann.

Það er ljóst að það yrði gríðarlegt verkfræðilegt afrek að smíða slíka lyftu. Hún þarf að vera úr efni sem er svo létt að það hrynji ekki saman undan eigin þunga. Þá þarf slík lyfta að geta staðist þyngdarafl jarðainnar, sólarinnar og tunglsins auk veðurs og vinda hér á jörðinni.

Japanska fyrirtækið Obayashi Corp, sem starfar með Shizuoka háskólanum að rannsóknum á þessu sviði, hefur sagt að það vonist til að vera komið með nothæfa geimlyftu árið 2050. Hún myndi teygja sig frá palli í Kyrrahafi upp í geimstöð sem væri á braut um jörðina í 35.000 km hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum