fbpx
Pressan

Matvælaumbúðir eiga að fá okkur til að kaupa vörurnar – Ýmsum brögðum er beitt við hönnun þeirra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. september 2018 19:00

Lokka þessar umbúðir þig til að kaupa vöruna?

Þegar við verslum eru það augun sem hafa mikið að segja um hvað verður fyrir valinu. Við löðumst að hlutum og því leggja matvælaframleiðendur mikið upp úr umbúðum enda styrkir það stöðu þeirra í baráttunni um viðskiptavini. Þeir nota ýmis ráð til að lokka neytendur að vörunum.

Þetta kemur fram í nýlegri umfjöllun Retailnews.dk. þar er haft eftir Jesper Clement, prófessor við Copenhagen Business School, að lögun umbúða og efnin sem þær eru gerðar úr skipti miklu um hvernig við upplifum vöruna.

Litur er eitthvað sem framleiðendur geta notað til að koma ákveðnum skilaboðum til neytenda. Ef selja á vöru sem lífræna og úr sjálfbærri framleiðslu er grænn vinsæll litur. Gulur litur er hins vegar merki um að vara sé á tilboði. Blár er litur sem flestir tengja við hafið og því ekki mikið notaður á aðrar vörur en þær sem tengjast sjávarfangi.

Það færist í vöxt að vörur séu seldar í brúnum pokum en það gefur til kynna að þær séu lífrænar og framleiðslan sjálfbær. Með því að sýna þetta með umbúðunum vonast framleiðendurnir til að neytendur séu reiðubúnir til að greiða hærra verð fyrir vöruna.

Á mörgum umbúðum eru „gluggar“ svo neytendur sjá innihaldið. Sælgætisframleiðendur nota þetta mikið. Ef „glugginn“ er hafður neðarlega hefur það þau áhrif á neytandann að varan sé þyngri en hún er í raun og veru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa