fbpx
Pressan

Segir gervigreind hættulegri en loftslagsbreytingar og hryðjuverk

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 8. september 2018 13:30

Í kvikmyndabálkinum Terminator er fjallað um hvernig gervigreind getur skyndilega tekið yfir heiminn.

Jim Al-Khalili, prófessor í eðlisfræði og forseti Bresku vísindasamtakanna, segir að meiri hætta stafa af gervigreind en loftslagsbreytingum og hryðjuverkum. Á fyrirlestri í Lundúnum sagði Al-Khalili að hann væri sannfærður um að gervigreind sé stærsta vandamál sem mannkyn standi frammi fyrir.

„Ef ég hefði verið spurður fyrir nokkrum árum hvað væri stærsta og alvarlegasta vandamál sem mannkyn stæði frammi fyrir þá hefði ég líklega sagt loftslagsbreytingar eða önnur stór vandamál á borð við hryðjuverk, sýklaónæmi eða fátækt. En í dag er ég sannfærður að það sem við verðum að ræða um alvarlega er framtíð gervigreindar. Það hefur áhrif á allt annað, hvort sem það er til hins betra eða verra,“ sagði Al-Khalili á fyrirlestinum sem greint er frá á vef breska dagblaðsins Metro.

Hann hefur helst áhyggjur af því að almenningur fari að óttast gervigreind eða taki málið ekki alvarlega. „Ef almenningur ræðir ekki málið þá munu leiðtogar ekki líta á gervigreind sem forgangsmála. Það þarf að setja reglugerðir en þær gætu komið of seint. Í það minnsta myndi það koma í veg fyrir að gervigreind verði hluti af opinberri þjónustu, annars gæti það leitt til ójafnaðar í þjóðfélaginu.“  Al-Khalili sagði svo að lokum: „Gervigreind mun breyta lífum okkar, meira en netið hefur gert á síðustu áratugum. Við þurfum að vera tilbúin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin