fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Segja að jörðin sé flöt og trúa á loftslagsbreytingarnar því það eru svo miklar sannanir fyrir þeim!

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. september 2018 19:30

Er hún flöt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er til hópur fólks, og það talsvert stór, sem trúir því að jörðin sé flöt og bendir á ýmis rök fyrir þessari skoðun. Þetta fólk fellst ekki á ýmis gögn sem sýna að jörðin er víðsfjarri því að vera flöt og hefur enga trú á vísindamönnum í þessum efnum. En svo ótrúlegt sem það er þá trúir þetta sama fólk á loftslagsbreytingarnar og að þær séu af mannavöldum. Út af hverju trúir fólkið á loftslagsbreytingarnar? Jú, af því að það eru svo sterkar sannanir fyrir því að þær séu að eiga sér stað og séu af völdum okkar mannanna.

Einhverjum kann að þykja ákveðinn mótsögn í þessu en það finnst þeim sem trúa að jörðin sé flöt greinilega ekki. Þeir kjósa líklegast bara að taka mark á vísindalegum gögnum sem henta málstað þeirra hverju sinni.

Nýlega var vakin athygli á þessu á Reddit þar sem tíst frá Flat Earth Society (Flata jarðar félagið) frá í júlí var birt. Samkvæmt því þá trúa félagar í þessu merka félagi, eða að minnsta kosti sá sem sér um samfélagsmiðlamál félagsins, á loftslagsbreytingarnar. Í svari við spurningu um þetta var svarað:

„Auðvitað. Það væri óábyrgt að draga eitthvað eins og þetta í efa þegar svo miklar sannanir eru fyrir að þetta sé staðreynd auk þess sem þetta ógnar tilvist okkar sem tegundar.“

Með þessum rökum væri kannski ekki úr vegi fyrir félaga í þessu ágæta félagi að skoða gögn um lögun jarðarinnar. En þeir virðast frekar láta stjórnast af hentisemi enda telja þeir að jörðin sé flöt, að enginn hafi farið til tunglsins og að heimurinn sé umvafinn stórum ísvegg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug