fbpx
Pressan

Útgönguspár segja Svíþjóðardemókratana sigurvegara sænsku þingkosninganna – Jafnaðarmenn tapa miklu fylgi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. september 2018 18:20

Samkvæmt útgöngu spá Sænska ríkisútvarpsins (SVT) eru Svíþjóðardemókratarnir sigurvegarar þingkosninganna. Jafnaðarmenn tapa miklu fylgi en þeir hafa verið valdamesti flokkur landsins undanfarin 100 ár. Samkvæmt útgönguspánni fær flokkurinn 26,2 prósent atkvæða og ef það gengur eftir er það í fyrsta sinn í rúmlega 100 ár sem flokkurinn fær minna en 30 prósent atkvæða.

Svíþjóðardemókratarnir fá 19,2 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspánni. Moderaterne tapa miklu fylgi og fá nú 17,8 prósent en fengu 23 prósent í kosningunum 2014. Þetta gerir að verkum að Svíþjóðardemókratarnir eru nú næststærsti flokkur landsins. Þeir fengu 13 prósent atkvæða í kosningunum 2014.

Það ber þó að taka útgönguspám með ákveðnum fyrirvara og rétt er að benda á að í kosningunum 2014 voru útgönguspár allra stóru fjölmiðlanna nokkuð langt frá endanlegri niðurstöðu.

Ef útgönguspá SVT gengur eftir þá er uppi flókin staða hvað varðar stjórnarmyndum þar sem hvorug blokkin, blokk vinstri manna annars vegar og blokk borgaralegu flokkanna hins vegar, hefur náð meirihluta. Báðar blokkirnar hafa fyrirfram hafnað öllu samstarfi við Svíþjóðardemókratana. Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, hefur sagt Svíþjóðardemókratana vera „rasistaflokk með rætur í nasisma“. Ulf Kristersson, leiðtogi Moderateren og forsætisráðherraefni borgararlegu flokkanna, hefur lýst því yfir að samstarf við Svíþjóðardemókratana komi ekki til greina en að þeim sé velkomið að styðja stefnu hans.

Blokk vinstriflokkanna mælist með 39,4 prósent atkvæða og blokk borgaralegu flokkana með 39,6 prósent atkvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa