fbpx
Pressan

Maður handtekinn fyrir að borða morgunmat með konu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 10. september 2018 17:27

Egypskur maður hefur verið handtekinn í Sádi-Arabíu eftir að hafa birt myndband af sér á Twitter að borða morgunmat með konu þar í landi. Samkvæmt lögum Sádi-Arabíu er óheimilt fyrir fjölskyldufólk að sitja með einstæðu fólki og eru sér svæði fyrir hvorn hópinn.

Konum í landinu er ekki heimilt að gera marga daglega hluti án þess að vera í fylgd með karlmanns fylgdarmanni, eins og eiginmanni, föður eða bróður. Konan og maðurinn unnu saman en ekki tengd fjölskyldutengslum og er það því ólögmætt fyrir hann að sitja við hlið hennar.

Það sem fór fyrir brjóstið á yfirvöldum í Sádi-Arabíu var að í myndbandinu sést að konan matar hann við borðið í mötuneyti vinnustaðar þeirra. Hefur komið fram að þau hafi verið að gantast og um grín hafi verð að ræða að þeirra hálfu. Margir íbúar í landinu brugðust við þessu myndbandi með því að gagnrýna þessa hegðun, en þóttu það þó furðulegt hvers vegna það væri verið að refsa manninum en ekki konunni fyrir þetta atvik. Margir bentu þó á að fólk ætti að geta unnið saman og haft gaman í vinnunni án þess að þurfa að vera handtekin fyrir það.

Í Egyptalandi eru viðbrögðin hins vegar mun öðruvísi og hefur fólk gagnrýnt þessi hörðu viðbrögð yfirvalda í Sádi-Arabíu harðlega og krafist þess að ríkisstjórn Egyptalands geri eitthvað í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa