fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Morðið á Emilie Meng – Nýr rannsóknarhópur settur í málið – Eitt umtalaðasta sakamál sögunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 07:26

Emilie Meng.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan hefur nú sett saman hóp um 10 lögreglumanna og sérfræðinga sem eiga að kafa ofan í kjölinn á máli Emilie Meng sem hvarf aðfaranótt 10. júlí 2016 eftir að hafa verið úti að skemmta sér ásamt tveimur vinkonum sínum. Hún tók lest heim ásamt vinkonum sínum og kvaddi þær á lestarstöðinni í Korsør um klukkan fjögur. Eftir það spurðist ekkert til hennar. Lík hennar fannst á aðfangadag 2016 í vatni nærri Borup á Sjálandi og hafði það verið í vatninu í nokkra mánuði.

Lögreglan hefur rannsakað málið af krafti allt síðan Emilie hvarf en er engu nær því að hafa uppi á morðingja hennar en í upphafi.

Nýlega var því kallaður saman hópur um 10 lögreglumanna sem eiga að fara yfir öll gögn málsins í þeirri von að þeir finni eitthvað sem lögreglunni hefur yfirsést til þessa, eitthvað sem gæti orðið til þess að morðingi Emilie finnist. Það er mikil vinna sem bíður lögreglumannanna því málsgögnin eru mikil að vöxtum en um 3,4 milljónir upplýsinga er að finna í þeim, er þar um að ræða myndir, framburð vitna, lífsýni og margt fleira.

Eitt umtalaðasta sakamál sögunnar í Danmörku

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Kim Kliver, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri, að það sé von lögreglunnar að þessi nýi hópur komist lengra áleiðis með málið en þeir sem hafa rannsakað málið fram að þessu.

Lögreglumennirnir og sérfræðingarnir hafa ekki komið að málinu áður og koma því með „fersk“ augu að því.

Mynd náðist af Emilie í eftirlitsmyndavél á lestarstöðinni í Korsør en síðan sást ekkert til hennar þar til lík hennar fannst um hálfu ári síðar. Lögreglumenn gengu hús úr húsi í Korsør og ræddu við fólk, hundar voru notaðir við leitina og húsleit var gerð nokkrum sinnum í sama húsinu. Ekkert af þessu skilaði árangri.

Emilie sést til hægri á þessari mynd úr eftirlitsmyndavél á brautarstöðinni. Mynd:Danska lögreglan

Lögreglan lýsti eftir ljósum bíl, Hyundai, sem sást á upptökum eftirlitsmyndavéla við lestarstöðina í Korsør nóttina sem Emilie hvarf. lögreglan hefur einnig lýst eftir vitnum sem voru nærri vatninu í Borup að morgni 10. júlí. Eitt vitni sagði lögreglunni að það hefði séð hvítan bíl og mann, sem bar eitthvað þungt, nærri vatninu þennan morgun. Þessar eftirlýsingar hafa ekki skilað neinum árangri.

Hvíti Hyundai bíllinn fyrir utan lestarstöðina. Mynd:Danska lögreglan

Lögreglan ætlar að nota nýtt ofur-tölvukerfi sitt við rannsóknina en það nefnist Polintel. Það veitir lögreglunni tækifæri til að nota upplýsingar í lögreglukerfum á nýjan hátt. Möguleikar kerfisins eru miklir og hægt er að leita í miklu magni upplýsinga í því. Kerfið getur greint tengsl á milli síma, fólks, upplýsinga og vísbendinga í málum.

Staðurinn þar sem maður sást bera eitthvað þungt skömmu eftir hvarf Emilie. Mynd:Danska lögreglan

Kim Kliver sagði að það sé mikilvægt að lögreglumenn séu ekki svo hégómalegir að þeir haldi að þeir séu óskeikulir og því sé mikilvægt að fá nýtt fólk til að fara yfir málið. Þetta er í annað sinn sem svona hópur fer yfir málið á nýjan leik en síðast var það gert fyrir hálfu ári.

Hann segir málið vera svo gróft að það verði að leysa það og lögreglan geri nú enn eina tilraunina til að leysa það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“