fbpx
Pressan

Örvæntingarfull kona hringdi í lögreglumanninn – Það breytti lífi hans að eilífu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 06:40

Jason Whitten

Eins og svo oft áður svaraði lögreglumaðurinn Jason Whitten, 33 ára, símhringingu frá örvæntingarfullum borgara þegar hann var á vakt í Santa Rosa í Kaliforníu síðasta vetur. En þetta símtal reyndist sérstaklega örlagaríkt fyrir Whitten og breytti lífi hans að eilífu.

Það var heimilislaus kona sem hringdi og ræddi við Whitten. Hún var barnshafandi og leitaði í mikilli örvæntingu að fósturfjölskyldu fyrir barnið. Whitten hafði hitt konuna áður í starfi sínu og hann fann strax í símtalinu að tilfinningarnar náðu sterkum tökum á honum.

„Eins og svo áður, þegar ég tala við fólk, fékk ég að heyra ævisögu hennar. Ég kannaðist við hin börnin hennar tvö úr búðum fyrir fósturbörn þar sem ég hef starfað. Þegar hún byrjaði að tala um þau tengdist ég henni strax böndum því ég vissi hver þessi dásamlegu börn hennar eru.“

Sagði Whitten í samtali við Good Morning America sjónvarpsþáttinn.

Whitten byrjaði á að aka konunni á meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnanotendur. Hún spurði hann hvort hann vildi ættleiða ófætt barn hennar en hann var ekki viss um að hún væri að meina þetta í raun og veru.

Jason Whitten með Harlow Maisey Whitten.

Í febrúar eignaðist konan litla stúlku. Þar sem konan hafði ekki náð að losna undan heróínfíkn sinni var litla stúlkan með heróín í blóðinu. Þegar barnaverndarstarfsmenn spurðu konuna hvort þeir ættu að finna fósturheimili fyrir stúlkuna bað hún þá að hafa fyrst samband við Whitten. Hún sagði þeim að í hennar augum væri Whitten hinn fullkomni faðir fyrir nýfædda dóttur hennar því hann ætti þrjár dætur.

Þann 30. ágúst var síðan gengið frá öllum formsatriðum hjá dómara og Whitten og eiginkona hans voru skráð sem foreldrar litlu stúlkunna sem hefur hlotið nafnið Harlow Maisey Whitten.

„Ég elskaði hana samstundis. Hún er svo yndisleg. Hún grætur eðlilega þegar uppfylla þarf þarfir hennar, það gera smábörn jú, en um leið og við snertum hana hættir hún að gráta. Hún vissi samstundis að hún er örugg hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin