fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Þess vegna gagnast að snúa batteríunum í steindauðri fjarstýringunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 20:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert búin(n) að kasta þér í sófann. Nú á sko að horfa á góða mynd og slappa af. En þegar þú grípur fjarstýringuna til að kveikja á græjunum og ýtir á takkana gerist ekkert. Þú nennir auðvitað ekki að standa upp og sækja ný batterí, ef þau eru þá til í húsinu. Í staðinn fiktar þú við batteríin og snýrð þeim og veltir í hólfinu, tekur þau jafnvel úr og setur aftur í. Og viti menn, skyndilega virkar fjarstýringin. En af hverju?

Ert þú bara svona rosalega handlagin(n) eða var þetta bara hundaheppni? Hvorugt. Það sem gerist er að fjarstýringin og batteríin ná ekki að „tala saman“, það er ekki samband á milli þeirra. Með því að snúa batteríunum eða taka þau úr og setja aftur í kemst aftur samband á.

Þegar þú kíkir ofan í batteríshólfið er ekki annað að sjá en batteríið snerti þar til gerðan flöt í fjarstýringunni og því ætti straumur að berast á milli. En á milli batterísins og flatarins í fjarstýringunni myndast ákveðið efnasamband sem er þynnra en pappír. Það einangrar vel og lokar því á flutning rafmagns á milli. En efnasambandið er veikburða og eyðist ef batteríinu er snúið og því virkar sú aðferð oft svona vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar
Fyrir 2 dögum

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu