fbpx
Pressan

Þjóðverjar í viðræðum við bandamenn sína um hernaðaríhlutun í Sýrlandi

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 10. september 2018 15:34

Þýska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún væri í viðræðum við bandamenn sína um mögulega hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Þessi yfirlýsing hefur skapað mikla umræðu í Þýskalandi þar sem hernaðaríhlutanir eru ekki vinsælar í landinu vegna sögu landsins. Einnig munu hernaðaraðgerðirnar mögulega hafa áhrif á stjórnmálasamband Rússlands og Þýskalands þar sem Rússar styðja Bashar al-Assad einræðisherra í Sýrlandi.

Steffen Seibert, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar sagði í yfirlýsingu í dag að Þjóðverjar væru í viðræðum við bandamenn sína í Evrópu og Bandaríkjamenn um mögulega hernaðaríhlutun í Sýrlandi ákveði sýrlenski stjórnarherinn að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í Idlib héraði. Ekki er um endanlega ákvörðun að ræða þar sem kjósa þarf um tillöguna í þýska þinginu.

Rússneski flugherinn hafa undanfarna daga stundað loftárásir á svæðinu ásamt því að sýrlenski stjórnarherinn hefur skotið úr fallbyssum á svæðið. Um 30.000 íbúar héraðsins hafa nú þegar flúið átökin en Sameinuðu þjóðirnar búast við allt að 1,5 milljón flóttamanna frá svæðinu ef að verður að árás rússneska hersins og sýrlenska stjórnarhersins á héraðið.

Yfirmaður franska heraflans hefur einnig tilkynnt að komi til þess að noti Bashar al-Assads efnavopn munu Frakkar grípa til hernaðaraðgerða gegn stjórnarher hans. Tyrkir hafa kvatt stríðandi fylkingar til að semja um vopnahlé til að forðast dauðsföll á saklausum borgurum. Talið er að um 30.000 vopnaðir uppreisnarmenn séu í Idlib.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin