fbpx
Pressan

Tímamótauppgötvun – Hættulegu fitugenin koma frá feðrunum en þau góðu frá mæðrunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 17:00

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fólk fær hættulegu fitugenin í arf frá feðrum sínum og góðu fitugenin frá mæðrum sínum.  Það er genið H19 sem er í aðalhlutverki í rannsókn á fitu. Vísindamenn við Syddansk háskólann í Danmörku hafa fundið nýja og mikilvæga virkni í geninu. Það stýrir „góðu fitugenunum“ og „slæmu fitugenunum“. Genið er því eiginlega við stjórn og stýrir baráttunni við offitu.

Hjá sumum er hættan á offitu og sjúkdómum tengdum henni meiri erfðafræðilega séð en lífsstílslega. Það skiptir því ekki máli fyrir suma hveru miklum tíma þeir eyða í líkamsrækt eða hvað þeir borða, genin stjórna holdafarinu.

Jan-Wilhelm Kornfeld, einn þeirra sem vinna að rannsókninni, segir að gen móðurinnar vilji brenna hitaeiningum en genin frá föðurnum vilji frekar að fólk sé of þungt og eigi nóg af birgðum en þessu fylgi hætta á ýmsum sjúkdómum.

Það eru gegn frá feðrunum sem valda því að hvítar fitufrumur þróast aðallega en þær setjast yfirleitt á maga, læri og rass og geta valdið efnaskiptasjúkdómum. Gen frá mæðrum þróa aðallega brúnan fituvef sem veitir vernd gegn ofþyngd. H19 er gen sem erfist aðeins frá móður. Það stýrir hinum verndandi genum frá móðurinni sem kúga genin frá föðurnum og halda þeim niðri. Kornfeld segir að hér sé um baráttu gena að ræða þar sem H19 stýri góðu fitunni og haldi slæmu genunum niðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin