fbpx
Pressan

Eru með eigin blaðamann til rannsóknar

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 17:30

Forsvarsmenn Houston Chronicle, eins stærsta dagblaðs Bandaríkjanna, eru með eigin blaðamann til rannsóknar vegna gruns um að nafnlausir heimildarmenn sem hann vitnaði til í umfjöllunum sínum séu ekki til.

Blaðamaðurinn sem um ræðir heitir Mike Ward og hefur hann nú látið af störfum. Hann á langan feril að baki og hafði hann starfað fyrir blaðið síðan árið 2014.

Það var Nancy Barnes, aðalritstjóri Houston Chronicle, sem greindi lesendum blaðsins frá þessu. Ábending kom frá samstarfsmanni Wards sem lýsti yfir áhyggjum sínum af starfsháttum hans. Sjálfur hefur Ward neitað að hafa skáldað heimildarmenn en ákvað að láta af störfum engu að síður.

Nancy segir að Houston Chronicle hafi ráðið reyndan rannsóknarblaðamann til starfa og mun hann fá það hlutverk að skoða greinar og vinnu Wards ofan í kjölinn. Nancy segir að rannsóknin muni taka tíma en þegar niðurstöður liggi fyrir verði þær birtar á síðum blaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa