fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Hætta leit að þýskum poppara sem hvarf á skemmtiferðaskipi

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit hefur verið hætt að þýska tónlistarmanninum Daniel Kaiser-Kueblboeck sem hvarf á sunnudag þegar hann var á skemmtiferðaskipi. Daniel var nokkuð þekktur í heimalandi sínu og varð hann til dæmis í þriðja sæti í Pop Idol-hæfileikakeppninni árið 2003.

Daniel var í skemmtiferðaskipi Aida Cruises og var skipið skammt frá ströndum Kanada þegar tilkynnt var um hvarf hans. Sjónarvottur sagðist hafa séð til manns stökkva frá borði og telur lögreglan víst að það hafi verið Daniel.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan tilkynnt var um hvarf hans en skipulagðri leit hefur nú verið hætt. Daniel, sem var 33 ára, öðlaðist frama bæði sem tónlistarmaður og sjónvarpsmaður eftir að hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2003. Hann tók þátt í undankeppni Eurovision árið 2014 en var ekki valinn til að syngja í lokakeppninni. Þá tók hann þátt í hæfileikakeppninni Let’s Dance árið 2015.

Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan hann opnaði sig um einelti sem hann varð fyrir sem barn. Eineltið sagði hann hafa markað djúp spor í sálarlíf hans og hann hafi glímt við vanlíðan allar götur síðan.

Skipið sem Daniel var farþegi í var á leið frá Hamburg í Þýskalandi til Nýfundnalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“