fbpx
Pressan

Hætta leit að þýskum poppara sem hvarf á skemmtiferðaskipi

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 18:00

Leit hefur verið hætt að þýska tónlistarmanninum Daniel Kaiser-Kueblboeck sem hvarf á sunnudag þegar hann var á skemmtiferðaskipi. Daniel var nokkuð þekktur í heimalandi sínu og varð hann til dæmis í þriðja sæti í Pop Idol-hæfileikakeppninni árið 2003.

Daniel var í skemmtiferðaskipi Aida Cruises og var skipið skammt frá ströndum Kanada þegar tilkynnt var um hvarf hans. Sjónarvottur sagðist hafa séð til manns stökkva frá borði og telur lögreglan víst að það hafi verið Daniel.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan tilkynnt var um hvarf hans en skipulagðri leit hefur nú verið hætt. Daniel, sem var 33 ára, öðlaðist frama bæði sem tónlistarmaður og sjónvarpsmaður eftir að hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2003. Hann tók þátt í undankeppni Eurovision árið 2014 en var ekki valinn til að syngja í lokakeppninni. Þá tók hann þátt í hæfileikakeppninni Let’s Dance árið 2015.

Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan hann opnaði sig um einelti sem hann varð fyrir sem barn. Eineltið sagði hann hafa markað djúp spor í sálarlíf hans og hann hafi glímt við vanlíðan allar götur síðan.

Skipið sem Daniel var farþegi í var á leið frá Hamburg í Þýskalandi til Nýfundnalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin