fbpx
Pressan

Hundurinn bjargaði honum frá 50 ára fangelsisdómi

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 09:42

Bandaríkjamaðurinn Joshua Horner sá fram á að eyða næstu fimmtíu árum bak við lás og slá og var hann raunar byrjaður að afplána dóminn. Það var í apríl 2017 að Joshua var sakfelldur fyrir hrottalegan glæp; hann var ákærður fyrir að misnota barn kynferðislega og dæmdur í 50 ára fangelsi.

Joshua, sem er pípulagningamaður að mennt, var dæmdur á grundvelli framburðar konu einnar sem sagði að Joshua hefði hótað að drepa dýrin hennar ef hún kjaftaði til lögreglu og segði frá brotinu. Bætti hún við að hún hefði orðið vitni að því er Joshua skaut hundinn hennar, svartan Labrador-hund, Lucy að nafni.

Sex mánuðum eftir að kviðdómur sakfelldi Joshua hafði hann samband við Oregon Innocence Project, samtök sem taka að sér mál fanga sem dæmdir eru á vafasömum forsendum. Samtökin skoðuðu málið og fóru meðal annars ofan í kjölinn á framburði Joshua sem þvertók fyrir að hafa skotið umræddan hund og sagðist saklaus af öllum ásökunum.

Samtökin hófu í kjölfarið leit að hundinum; ef hann fyndist myndi það þýða að vitnið hafi logið fyrir dómi, eiðsvarið. Svo fór að tíkin Lucy fannst í bænum Gearhart þar sem búið var að koma henni fyrir hjá nýjum eigendum.

Saksóknari málsins, John Hummel, segist hreint ekki sannfærður um sekt Joshua og fór svo að Joshua var sleppt úr fangelsi á dögunum. Dómurinn yfir honum var ómerktur og er hann nú laus allra mála, að því er AP-fréttastofan greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin