fbpx
Pressan

Neyðarástand og hætta á miklum hörmungum – Bandaríkjamenn búa sig undir það versta

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:57

Fellibylurinn Florence sem nú nálgast suðurhluta austurstrandar Bandaríkjanna hefur sótt í sig veðrið og nálgast nú fimmta stigs fellibyl. Tæplega einni milljón íbúa, á svæðum í Virginíu, Norður-Karólínu og Suður-Karólínu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.

Búist er við því að fellibylurinn nái að teygja sig að ströndum Karólínuríkjanna annað kvöld og á fimmtudagsmorgun. Sérfræðingar telja að hætta sé á miklum flóðum á svæðum nálægt sjó og því hefur íbúum verið gert að hafa sig á brott ef allt fer á versta veg.

Búist er við því að fellibylurinn haldi áfram að sækja í sig veðrið og á næstu 24-36 tímum verði hann orðinn að „stórum og mjög hættulegum“ fellibyl. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa en á sunnudag varð Florence fyrst að þriðja stigs fellibyl. Aðeins klukkustund eftir að sérfræðingar gáfu það út var send út önnur tilkynning þess efnis að Florence væri orðinn fjórða stigs fellibylur.

Neyðarástandi hefur verið lýst í ríkjum Karólínu, Virginíu og Maryland og hefur Larry Hogan, ríkisstjóri Maryland, varað íbúa við hugsanlegum hörmungum. Hætta sé á miklum hörmungum, meðal annars vegna flóða. „Við vonum það besta en búum okkur undir það versta.“

Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, segir að íbúar í ríkinu þurfi að búa sig undir að vera án rafmagns í langan tíma ef allt fer á versta veg. Þá hvatti hann íbúa til að kynna sér bestu leiðirnar í burtu frá svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“
Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos