fbpx
Pressan

Opna landamærin eftir 20 ára lokun

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:20

Leiðtogar Eþíópíu og Eretríu opnuðu í dag landamærin á milli landa sinna eftir að þau hafa verið lokuð undanfarin 20 ár. Friðarsamningar á milli ríkjanna voru undirritaðir þann 9 júlí síðastliðin og mun opnunin þýða að viðskipti á milli landana mun geta átt sér stað.

Samband þjóðanna hefur aukist hratt undanfarna mánuðum og hefur flug aftur hafist á milli landa ásamt því að ríkisstjórnir landanna hafa ákveðið að setja fjármuni í að laga vegakerfið sem tengir löndin saman. Sendiráð hafa aftur verið opnuð og hafa herir landanna hafist handa við að hreinsa upp landsprengjur við landamærin. Þúsundir jarðsprengja eru enn á svæðinu og er talið að það geti tekið allt að 5 ár að finna allar jarðsprengjur á landamærunum.

Stríðið á milli þjóðanna tveggja stóð yfir frá árunum 1998 til 2000 og er talið að á milli 100.000 til 300.000 manns hafi látið lífið í átökunum þjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa