fbpx
Pressan

Sjö barna móðir ákærð fyrir tvö morð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 21:30

Mynd: Wikimedia Commons

Sjö barna móðir í Kristiansand í Noregi hefur verið ákærð fyrir tvö morð. Hún er grunuð um að hafa myrt föður sinn og fyrrum sambýlismann sinn. Hún neitar sök. Saksóknari telur að konan hafi eitrað fyrir föður sínum eða drekkt honum og að hún hafi eitrað fyrir fyrrum sambýlismanni sínum eða kyrkt hann.

Lögreglan kynnti rannsókn sína á málinu í september á síðasta ári á fréttamannafundi en þá hafði konan verið handtekin. Fyrrum sambýlismaður hennar fannst látinn á hóteli í Kristiansand 2014. Hann var 67 ára. Rannsókn á því máli beindi sjónum lögreglunnar að konunni og láti föður hennar, 52 ára, árið 2002. Hann fannst látinn í baðkari á heimili sínu í Kristiansand. Lík hans var ekki krufið því lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði látist af eðlilegum orsökum.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir ættingja konunnar, úr föðurfjölskyldu hennar, að fjölskyldan sé ekki hissa á ákærunum. Hana hafi alltaf grunað að faðir hennar hafi verið myrtur og hafi viljað láta kryfja hann en það hafi ekki verið gert.

Lík föðursins var grafið upp í desember á síðasta ári svo réttarmeinafræðingar gætu rannsakað það. Á grunni þeirrar rannsóknar ákærir saksóknari konuna fyrir að hafa þrýst föður sínum ofan í baðkarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Í gær

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin
Pressan
Í gær

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband

Sprengingar og mikill eldur í verslunarmiðstöð í New York – Myndband
Pressan
Í gær

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki

Unglingur skotinn við menntaskóla í Svíþjóð – 4-5 grímuklæddir menn að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin