fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Þjófagengi braust inn í fjölda einbýlishúsa – Þýfi að verðmæti 160 milljóna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni hluta sumars og hausts 2017 fjölgaði innbrotum í einbýlishús á norðanverðu Sjálandi og Friðriksbergi í Danmörku mikið. Það einkenndi þessi innbrot að þau voru framin í hús sem eru nærri lestarteinum. Þjófavarnarkerfi var í mörgum húsanna en þjófarnir fóru oft inn á aðra hæð þeirra til að forðast kerfin.  Lögreglan taldi að hér væri um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og virðist hafa haft rétt fyrir sér.

Nú sitja 12 Albanir á sakamannabekk hjá undirrétti í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotist inn í fjölda einbýlishúsa og að hafa stolið þaðan munum að verðmæti um 9 milljóna danskra króna en það svarar til um 160 milljóna íslenskra króna. Það voru aðallega skartgripir og úr sem þeir sóttust eftir en auk þess stálu þeir ýmsu öðru, þar á meðal hljóðnema, barnahnífapörum og píanói!

Saksóknari krefst þungra fangelsisdóma yfir mönnunum og að þeim verði vísað úr landi að afplánun lokinni. Hann segir að þjófarnir hafi kannski reynslu af að margir séu ekki með þjófavarnarkerfi nema á fyrstu hæð þar sem mestu verðmætin eru oft geymd. Á annarri hæð geymi fólk hins vegar oft skartgripi og því sé oft eftir miklu að slægjast þar.

Flest húsanna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa brotist inn í, eru í hverfum þar sem efnað fólk býr. Sumir þeirra hafa játað sök en aðrir þvertaka fyrir að hafa átt hlut að máli. Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp í október.

Lögreglan sá að ákveðið mynstur var í innbrotunum, sérstaklega þegar þau fóru nær algjörlega að vera nærri lestarteinum. Í lok október var miklum verðmætum stolið í innbroti í hús á Friðriksbergi en verðmætið var sem nemur um 8 milljónum íslenskra króna. Þegar lögreglumenn skoðuðu upptökur frá nærliggjandi lestarstöð sáu þeir tvo menn með ferðatösku eins og var stolið úr umræddu húsi. Lögreglan gat fylgst með ferðum mannanna á upptökum eftirlitsmyndavéla dönsku járnbrautanna og fann þannig hótelið sem þeir gistu á. Í framhaldinu var leitað í sex herbergjum á hótelinu og 12 Albanir handteknir. Við leitina fundust verkfæri, skartgripir, úr og margt fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“