fbpx
Pressan

Vann í lottóinu, keypti lúxushús og bílaflota – Síðan kom sannleikurinn í ljós

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 21:00

53 ára Breti, Edward Putman, hefur verið ákærður fyrir fjársvik. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Edward virðist hafa tekist á einhvern ótrúlegan hátt að leysa út 370 milljóna króna lottóvinning þrátt fyrir að hafa aldrei unnið í lottóinu.

Það var fyrir níu árum að Putman steig fram og framvísaði lottómiða sem hann sagði innihalda vinningstölurnar. Útdrátturinn hafði farið fram sex mánuðum áður og mætti Putman á skrifstofu National Lottery rétt áður en fresturinn rann út til að vitja vinningsins.

Putman tókst hið ótrúlega. Hann plataði starfsfólk National Lottery í Bretlandi og fékk vinninginn greiddan. Þetta tókst honum þó að strikamerki á miðanum hafi ekki virkað sem skildi. Peningana notaði hann meðal annars til að kaupa sér lúxushús og bílaflota.

Það var svo fyrir þremur árum að breska lögreglan hóf rannsókn á málinu vegna gruns um að ekki væri allt með felldu. Edward var handtekinn í kjölfarið og Camelot, fyrirtækið sem rekur lottóið,  sektað um þrjár milljónir punda. Edward var hins vegar sleppt úr haldi þar sem Camelot var talið hafa týnt miðanum sem Edward framvísaði á sínum tíma. En Putman hefur nú verið ákærður vegna málsins og er hann væntanlegur fyrir dómara í októbermánuði.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögreglan komst aftur á sporið við rannsókn málsins, en samkvæmt ákæru falsaði hann vinningsmiðann.

Sem fyrr segir notaði Putman vinninginn til að kaupa sér ýmislegt, hús og bíla til dæmis. Hann keypti eitt hús á 600 þúsund pund, annað á 400 þúsund pund og að minnsta kosti tíu bifreiðar. Verði Putman fundinn sekur eru miklar líkur á að honum verði gert að endurgreiða vinninginn, 2,5 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa