fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Datt í lukkupottinn og fann tugi kílóa af gulli

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Henry Dole hafi rekið upp stór augu fyrir skemmstu þegar hann var við vinnu í gullnámu skammt frá Kambalda í vesturhluta Ástralíu. Dole hefur starfað við námuvinnslu lengi með ágætum árangri.

Það sem Dole fann í umræddri námu er talinn vera stærsti gullmoli sem fundist hefur í Ástralíu. Steinninn sem hann fann vegur hvorki meira né minna en 89 kíló, þar af eru 63 kíló talin vera úr þessum verðmæta málmi. Og verðmæti hnullungsins er talið nema um 300 milljónum króna, hvorki meira né minna.

Dole var ekki hvergi nærri hættur þennan örlagaríka dag því síðar þennan sama dag fann hann annan stein, um 60 kíló, sem metinn er á tæpar 200 milljónir króna.

Dole hefur starfað í þessum iðnaði í sextán ár og aldrei lent í öðru eins. Hann starfar fyrir RNC Minerals en gullið var á um 500 metra dýpi. Mark Selby, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að afar sjaldgæft væri að finna svo mikið gull á svo skömmum tíma og jafn litlu svæði.

Vopnaðir verðir munu flytja gullið í öryggisgeymslu og eftir að fundurinn spurðist út hefur öryggisgæsla við námuna verið hert til muna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum