fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Einn er eitraður – Annar er of gamall – En er Obama kannski sá rétti?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Var það upphafið að endurkomu demókrata þegar Barack Obama, fyrrum forseti, braut gamalt heiðursmannasamkomulag og réðst harkalega á Donald Trump, núverandi forseta? Obama hefur haldið sig til hlés síðan Trump tók við embætti en steig svo sannarlega inn í sviðsljósið á föstudaginn þegar hann hélt ræðu í háskóla í heimaríki sínu Illinois. Það hefur verið óskrifuð regla í bandarískum stjórnmálum að fyrrum forsetar ráðist ekki beint á eftirmenn sína og að eftirmennirnir ráðist ekki á forvera sína. En frá kjöri Trump hefur margt breyst í bandarískum stjórnmálum og nú virðist þessi regla bara vera rykfallin og gamaldags.

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í nóvember og af þeim sökum birtist Obama á sjónvarsviðinu til að reyna að leggja frambjóðendum demókrata lið í baráttunni um meirihluta á bandaríska þinginu. Í ræðu sinni fór hann yfir stöðuna í bandarískum stjórnmálum og beindi spjótum sínum að Trump.

„Þetta hófst ekki með Donald Trump. Hann er einkenni, ekki orsök. Hann græðir bara á þeirri reiði sem stjórnmálamenn hafa kynt undir árum saman.“

Sagði Obama og tók síðan flauelshanskana af sér og gagnrýndi Trump.

„Að höfða til ættstofna og ótta. Að etja einum hópi upp á móti öðrum, að segja fólki að lög og regla verði endurvakin nema hvað þeir sem líta öðruvísi út en við og tala ekki eins og við eða biðja ekki eins og við séu í veginum. Þetta er gömul tugga.“

Hér er smá brot af ræðu Obama:

Trump hefur margoft ráðist að Obama og stefnu hans og verkum á forsetastóli og hann var ekki hrifinn af ræðu Obama.

„Mér leiðist þetta. Ég sá þetta en ég sofnaði.“

Sagði Trump við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna á kosningafundi í Norður-Dakóta.

En hjá demókrötum hefur grasrótin tekið ræðu Obama í Illinois og annarri í Kaliforníu um helgina fagnandi. Vonin er að Obama geti dregið vagninn fyrir flokkinn sem á góða möguleika á að ná meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember. En það hefur litað umræðuna að flokkurinn á erfitt með að koma frá sér skýrri og greinilegri stefnu. Trump hefur fengið miklu meiri fjölmiðlaumfjöllun og demókratar hafa ekki náð sér á strik. Það er því von demókrata að vægi Obama sé svo mikið að hann og demókratar fái nú meiri umfjöllun í fjölmiðlum og meira rými.

Clinton eitrið

Eftir ósigur Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016 og brotthvarf Obama úr Hvíta húsinu hafa demókratar leitað logandi ljósi að einhverjum sem getur sameinað flokkinn og hjálpað honum að ná vopnum eftir óvæntan sigur Trump. Bill Clinton er ekki maðurinn sem er hægt að nota í þetta því hann þykir beinlínis eitraður. Jimmy Carter þykir of gamall og fleirum er eiginlega ekki til að dreifa.

Joe Biden, varaforseti Obama, og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður, þykja báðir líklegir til að reyna að fá útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og því þykir ekki rétt að tefla þeim fram núna. Obama er því eini þungavigtarmaðurinn sem þykir líklegur til að geta sameinað flokkinn.

Obama er sagður hafa fundað með mörgum demókrötum að undanförnu til að ræða baráttuna gegn Trump 2020, þar á meðal Bernie Sanders.

Hér er síðan öll ræða Obama í Illinois:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“