fbpx
Pressan

Fellibylurinn Florence: Óttast að mykjutjarnir flæði yfir bakka sína

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 12:47

Bændur í Norður- og Suður-Karólínu óttast margir hverjir að mykjutjarnir kunni að flæða yfir bakka sína þegar fellibylurinn Florence gengur á land.

Um er að ræða tvö stór landbúnaðarríki þar sem svínabændur eru meðal annars fyrirferðamiklir. Þessi dýr framleiða mikinn úrgang sem oftar en ekki er komið fyrir í svokölluðum mykjutjörnum á bújörðum.

Óttast er að Florence muni skilja eftir sig slóð eyðileggingar, þá einna helst í Karólínuríkjunum tveimur, og honum muni fylgja mikil úrkoma.

Tjarnir sem þessar eru margar hverjar hannaðar til að þola talsverða úrkomu en ef allt fer á versta veg gætu tjarnirnar flætt yfir bakka sína og úrgangur, svínaskítur þar á meðal, komist í ár og mengað grunnvatnsból.

Bændur hafa reynt að dæla mykju upp úr tjörnunum og úðað henni á akra í formi áburðar en ekki er víst að það dugi. „Við reynum að dæla eins miklu niður og við getum og það sem gerist eftir það er á forræði æðri máttarvalda,“ segir bóndinn Marlowe Vaughan í samtali við NPR. „Við verðum að vona það besta,“ bætir hann við.

Það er ekki bara mykjan sem menn hafa áhyggjur af því eiturefnaúrgangur frá verksmiðjum gæti einnig komist út í náttúruna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í þremur ríkjum en kveðst samt vera kokhraustur þó spáin sé slæm. Segir hann að bandarísk yfirvöld séu eins tilbúin og mögulegt er til að takast á við fellibylinn sem gæti farið að láta til sín taka á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“
Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos