fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fellibylurinn Florence: Óttast að mykjutjarnir flæði yfir bakka sína

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bændur í Norður- og Suður-Karólínu óttast margir hverjir að mykjutjarnir kunni að flæða yfir bakka sína þegar fellibylurinn Florence gengur á land.

Um er að ræða tvö stór landbúnaðarríki þar sem svínabændur eru meðal annars fyrirferðamiklir. Þessi dýr framleiða mikinn úrgang sem oftar en ekki er komið fyrir í svokölluðum mykjutjörnum á bújörðum.

Óttast er að Florence muni skilja eftir sig slóð eyðileggingar, þá einna helst í Karólínuríkjunum tveimur, og honum muni fylgja mikil úrkoma.

Tjarnir sem þessar eru margar hverjar hannaðar til að þola talsverða úrkomu en ef allt fer á versta veg gætu tjarnirnar flætt yfir bakka sína og úrgangur, svínaskítur þar á meðal, komist í ár og mengað grunnvatnsból.

Bændur hafa reynt að dæla mykju upp úr tjörnunum og úðað henni á akra í formi áburðar en ekki er víst að það dugi. „Við reynum að dæla eins miklu niður og við getum og það sem gerist eftir það er á forræði æðri máttarvalda,“ segir bóndinn Marlowe Vaughan í samtali við NPR. „Við verðum að vona það besta,“ bætir hann við.

Það er ekki bara mykjan sem menn hafa áhyggjur af því eiturefnaúrgangur frá verksmiðjum gæti einnig komist út í náttúruna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í þremur ríkjum en kveðst samt vera kokhraustur þó spáin sé slæm. Segir hann að bandarísk yfirvöld séu eins tilbúin og mögulegt er til að takast á við fellibylinn sem gæti farið að láta til sín taka á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf