fbpx
Pressan

Gruna þúsundir Norðmanna um að leyna Bitcoin auði sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 17:00

8.000 Norðmenn hafa upplýst skattayfirvöld um ávinning sinn af viðskiptum með rafmyntir og hvað þeir eiga mikið í rafmyntum. Hans Christian Holte, skattstjóri, telur þó að betur megi gera og mikið vanti upp á að allir hafi gert grein fyrir eign sinni í rafmynt og ávinningi af slíkum viðskiptum.

Á síðasta ári námu uppgefnar eignir Norðmanna í rafmyntum 5 milljörðum norskra króna en það telur skattstjórinn ekki vera rétt, upphæðin sé mun hærri. Samkvæmt gögnum sem Dagens Næringsliv hefur aðgang að þá töldu um 8.000 Norðmenn rafmyntaeign sína fram á skattframtali á síðasta ári en skattayfirvöld telja að um 30.000 Norðmenn eigi rafmyntir. Ef rétt reynist er ljóst að mikið vantar upp á að ríkissjóður fái þær skattgreiðslu sem honum ber.

Bitcoin er vinsælasta og elsta rafmyntin en alls eru til um 1.000 mismunandi rafmyntir í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa