fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hvernig þú faðmar segir ýmislegt um þig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 12:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú færð faðmlag næst eða faðmar einhvern, reyndu þá að veita því athygli hvort það er frá vinstri eða hægri. Af hverju? Spyrja sumir eflaust og þá er gott að hafa í huga að niðurstöður þýskrar rannsóknar sýna að það er munur á hvort faðmlagið er til vinstri eða hægri.

Vísindamenn við Ruhr Universität Bochum segja að rannsókn þeirra sýni að flestir kjósi að faðma til hægri en ef miklar tilfinningar séu með í spilinu þá faðmi fólk til vinstri. Vísindamennirnir telja að þetta sé vegna þess að við vinnum úr tilfinningum í hægra hluta heilans en hann stýrir vinstri hlið líkamans. Hægri hlutinn vinnur úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum er haft eftir Julian Packheiser, doktorsnema, í fréttatilkynningu.

Vísindamennirnir rannsökuðu rúmlega 2.500 faðmlög, þar af áttu um 1.000 sér stað á flugvelli. Vísindamennirnir gengu út frá því að við brottför upplifði fólk neikvæðar tilfinningar því verið var að kveðja og einnig vegna þess að um 40 prósent fólks er flughrætt.

Við komur gengu vísindamennirnir út frá því að fólk upplifði jákvæðar tilfinningar enda væri það að sameinast ættingjum á nýjan leik eða vegna þess að það væri fegið að ferðalaginu væri lokið.

Rannsóknin sýndi einnig að rétthentir faðma mun frekar til hægri en þeir sem eru örvhentir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu