fbpx
Pressan

Níundi hver jarðarbúi sveltur – Á sama tíma fjölgar of feitu fólki mikið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 20:00

Þeim fer fjölgandi sem svelta í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að 812 milljónir manna hafi soltið á síðasta ári. Það svarar til þess að níundi hver jarðarbúi hafi soltið. Þetta var þriðja árið í röð sem sveltandi fólki fjölgar. Á sama tíma fjölgar þeim mikið sem glíma við offitu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um fæðuöryggi og næringu á heimsvísu. Í fréttatilkynningu segir að viðvörunarbjöllur glymji vegna minna fæðuöryggis og mikils fjölda fólks sem sveltur og býr við vannæringu. Þetta sýni að langt sé í land að búið verði að útrýma hungri fyrir 2030.

Fram kemur að takast verði á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem gera landbúnað erfiðari sem aftur hefur í för með sér að matvælaverð hækkar. Samhliða því eykst hungur meðal þeirra fátækustu.

Þversögnin í þessu öllu saman er að á sama tíma og sveltandi fólki fjölgar eykst fjöldi þeirra sem glíma við offitu. Verst er ástandið í Norður-Ameríku en það fer einnig versnandi í Asíu og Afríku. Aðalástæðan er að hollur og næringargóður matur er dýrari en óhollur matur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa