fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Stöðvaði til að aðstoða bílstjóra í neyð – Það var það síðasta sem hann gerði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 07:24

Kelsey McFoley, Melissa Rios Roque og Benjamin Bascom

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 11. nóvember á síðasta ári var Carlos Cruz-Echevarria akandi á leið heim til sín í Flórída í Bandaríkjunum. Skyndilega sá hann bíl sem sat fastur í skurði við veginn. Carlos stöðvaði og steig út úr bíl sínum og gekk að hinum bílnum til að kanna hvort hann gæti aðstoðað ökumanninn. Þegar hann beygði sig niður til að líta inn um glugga bílsins var hann samstundis skotinn mörgum skotum í höfuðið.

Þetta gerðist nærri heimili hans á Daytona Beach. Líkið fannst síðar um kvöldið. Lögreglan taldi að hér hefði bílrán farið illilega úr böndum og hefði endað með morði. En það var ekki rétt. Margir mánuðir liðu þar til lögreglan komst að annarri niðurstöðu. Ökumaðurinn, sem Carlos stöðvaði til að hjálpa, var 24 ára leigumorðingi sem hafði verið fenginn til að myrða Carlos.

Á fréttamannafundi í síðustu viku skýrði lögreglan í Flórída frá handtökum á tveimur körlum og einni konu sem hafa nú verið ákærð fyrir morðið á Carlos Cruz-Echevarria. Lögreglan segir að morðið hafi verið hrein og bein aftaka sem hafði verið skipulögð fyrirfram. Þetta kemur fram í mörgum erlendum fréttamiðlum og á heimasíðu lögreglunnar í Volusia sýslu í Flórída.

Þegar lík Carlos fannst var bíll hans horfinn en hinn bíllinn var enn í skurðinum. Lögreglan fann bíl hans síðar en hann var þá brunninn og ónýtur. Þetta vakti að vonum undrun lögreglunnar sem velti fyrir sér af hverju einhver hefði stolið bíl til þess eins að kveikja í honum skömmu síðar.

Næsta skref lögreglunnar var að fara yfir gögn úr símakerfum og kanna símanotkun á svæðinu þar sem lík Carlos fannst og þar sem brunninn bíll hans fannst. Þá duttu lögreglumennirnir niður á símanúmer og nafn Benjamin Bascom, 24 ára, en hann hafði komið við sögu hjá lögreglunni vegna alvarlegra afbrota. Við nánari rannsókn kom í ljós að hann hafði margoft hringt í Kelsey McFoley, 28 ára, sem tengdist Carlos á vissan hátt. Þeir höfðu hist og deilt vegna ósættis í umferðinni nokkru áður. Kelsey McFoley hafði þó ógnað Carlos með skammbyssu. Carlos skrifaði bílnúmer hans niður og veitti lögreglunni upplýsingar um málið. Carlos var síðan myrtur skömmu áður en hann átti að bera vitni fyrir dómi í máli gegn Kelsey McFoley en hann átti margra ára fangelsi yfir höfði sér vegna málsins.

Lögreglan telur að Kelsey hafi fengið Benjamin Bascom til að myrða Carlos. Síðan hafi  unnusta Benjamin, Melissa Rios Roque, aðstoðað hann við að elta Carlos og flýja eftir að Benjamin skaut Carlos. Þremenningarnir eiga dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Washington Post hefur eftir Mike Chitwood, lögreglustjóra, að þetta sé hræðilegasta og viðbjóðslegasta mál sem hann hefur nokkru sinni upplifað. Hér hafi hugleysingjar verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar
Fyrir 2 dögum

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu