fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Þekkt leikkona hvarf sporlaust – Ekki sést í tvo mánuði

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkona, sem er meðal annars þekkt fyrir leik í X-Men myndunum, hvarf sporlaust í sumar og hefur raunar ekki sést síðan 1. júlí síðastliðinn. Þá hefur ekkert gerst á samfélagsmiðlum hennar síðan í júní. Margir klóra sér nú í kollinum vegna málsins.

Leikkonan sem um ræðir heitir Fan Bingbing og er ein þekktasta leikkona Kína; hefur leikið í yfir 50 myndum á ferli sínum. Þá hefur hefur hún einnig notið vinsælda sem söngkona. Bingbing, sem er 36 ára, sást síðast opinberlega þann 1. júlí síðastliðinn þegar hún heimsótti barnaspítala í heimalandinu. Um það bil mánuði áður hætti hún að uppfæra samfélagsmiðla sína.

Það sem vekur ekki síður athygli er að kærasti hennar, leikarinn Li Chen, sem er öllu minna þekktur, er einnig horfinn.

Ýmsir hafa velt vöngum yfir því að ástæða hvarfsins sé sú að Bingbing hafi svikið undan sköttum í heimalandinu. Nemendur við Beijing Normal University gerðu ekki alls fyrir löngu samantekt um samfélagslega ábyrgð kínverskra stjarna; leikara og tónlistarmanna þar á meðal. Skemmst er frá því að segja að Bingbing kom illa út úr samanburðinum og var í neðsta sæti.

Bent hefur verið á það að Bingbing hafi horfið skömmu eftir að kínverska ríkisfréttastofan greindi frá því að hún hafi að líkindum svikið undan sköttum. Átt hafi verið við samning sem hún gerði við framleiðslufyrirtæki í Kína sem gerði það að verkum að hún greiddi minni skatt en ella.

Ekki hefur fengist staðfest opinberlega hvað varð um leikkonuna en margir gera því skóna að hún hafi verið handtekin vegna meintra skattsvika og það skýri hvarf hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“