fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Vilja stofna 10.000 manna vopnaða landamærasveit til að gæta ytri landamæra Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 21:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt hugmynd um að setja á laggirnar 10.000 manna vopnaða landamærasveit sem á að gæta ytri landamæra ESB en einnig þeirra innri. Þetta á að gera til að reyna að hemja straum flóttamanna og innflytjenda til álfunnar.

Í ræðu á Evrópuþinginu sagði Jean Claude-Juncker, forseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, að framkvæmdastjórnin muni leggja fram tillögu um þetta. Hann sagði að ekki verði lokað fyrir „löglegar komur innflytjenda til ESB“. Auk þess að gæta landamæra Evrópu mun landamærasveitin geta starfað utan Evrópu ef önnur ríki heimila það.

„Þetta þýðir ekki hervæðingu ESB en við verðum að geta varið íbúana fyrir innri og ytri ógnum. Við verðum að vera sjálfstæðari í að verja bandalagið. En við megum aldrei verða virki sem snýr baki við þeim hluta heims sem þjáist.“

Sagði Juncker.

Landamærasveitin er hluti af breytingum á hælisleitendakerfinu í Evrópu en leiðtogar ESB náðu samkomulagi í sumar um að breyta því. Meðal annars á að kanna möguleikana á að koma upp söfnunarmiðstöðvum í ríkjum utan Evrópu fyrir innflytjendur og álíka miðstöðvum í Evrópu fyrir innflytjendur sem eru teknir upp í skip og báta í lögsögu ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum
Pressan
Í gær

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi
Pressan
Í gær

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað
Pressan
Í gær

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill lyfjaskortur í Noregi

Mikill lyfjaskortur í Noregi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum