fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Hvað varð um Madeleine McCann? Rannsókn málsins er að taka enda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 06:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fárra vísbendinga og fjárskorts stefnir í að rannsókn bresku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann verði hætt á næstu vikum. Nú eru um 11 ár síðan Madeleine hvarf á dularfullan hátt í Algavere í Portúgal. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf úr sumarleyfisíbúð á Praia da Luz 2007. Talið er að henni hafi verið rænt úr íbúðinni en hver gerði það eða af hverju hefur aldrei verið upplýst.

Fyrir þremur árum var dregið úr umfangi rannsóknarinnar og var lögreglumönnum, sem unnu að henni, fækkað úr 29 niður í 4. Daily Mail segir að nú stefni í að rannsókninni verði alveg hætt vegna fárra vísbendinga sem lögreglan hefur til að fylgja eftir og fjárskorts.

Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, óttast að nú ljúki rannsókninni endanlega. Heimildarmaður Daily Mail sagði að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þessi staða er uppi og óvissa foreldranna um framhald rannsóknarinnar sé mikil. Enn einu sinni séu þau í þessari hræðilegu stöðu.

Lögreglunni hefur ekki tekist að finna neinar nýjar vísbendingar þrátt fyrir fjölda ferða til Portúgal á undanförnum árum. Mirror segir að lögreglan hafi ekki farið fram á meiri fjárveitingar til rannsóknarinnar. Rannsóknin hefur staðið yfir í 11 ár og hefur kostað um 11 milljónir punda.

Kate McCann hefur skýrt frá því að hún kaupi enn afmælis- og jólagjafir handa Madeleine en hún er nú 15 ára ef hún er enn á lífi.

Málið hefur verið mikil ráðgáta allt frá upphafi og heimsbyggðin hefur fengið reglulegar fréttir af því. Margar kenningar hafa verið á lofti um hvað hafi orðið um Madeleine. Ein er að innbrotsþjófar hafi numið hana á brott þegar örvænting greip þá. Önnur er að barnlaust par hafi rænt henni til að verða sér úti um barn. Enn ein er að foreldrar hennar hafi óvart orðið henni að bana og hafi losað sig við lík hennar. Aðrir telja að hún hafi lent í slysi og enn aðrir að henni hafi verið rænt til að selja áfram mansali. Breska lögreglan hefur meðal annars unnið út frá þeirri kenningu að Madeleine hafi verið seld til barnaníðinga í Búlgaríu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“