fbpx
Pressan

Sex skotnir til bana í Bakersfield

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 04:29

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Sex létust af völdum skotsára í Bakersfield í Kaliforníu síðdegis í gær. Málið hófst á sjötta tímanum þegar tilkynnt var um skothríð í höfuðstöðvum dráttarbílafyrirtækis. Þangað höfðu karl og kona, hjón, komið og lent í rifrildi við starfsmann. Maðurinn skaut starfsmanninn til bana að sögn lögreglunnar og því næst eiginkonu sína.

Þá kom annar maður á vettvang en var skotinn til bana af hinum grunaða eftir að hafa reynt að flýja undan honum. Hinn grunaði ók síðan að elliheimili í bænum og skaut tvennt til bana þar. Því næst rændi hann bíl. Kona og barn sem voru í bílnum komust heil á húfi frá manninum. Maðurinn ók því næst út fyrir bæinn þar sem lögreglumaður kom auga á hann. Áður en hann gat handtekið hinn grunaða tók hinn grunaði eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Ennþá geta hlutirnr breyst fyrir austan

Ennþá geta hlutirnr breyst fyrir austan
Í gær

Flott veiði í Vatnamótunum

Flott veiði í Vatnamótunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás í Kaupmannahöfn – Einn særður

Skotárás í Kaupmannahöfn – Einn særður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rafmynt að verðmæti 6,8 milljarða stolið

Rafmynt að verðmæti 6,8 milljarða stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðgað á hrottafenginn hátt árið 2007 – Sex árum seinna náði hún fram hefndum

Nauðgað á hrottafenginn hátt árið 2007 – Sex árum seinna náði hún fram hefndum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg